Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 70

Frjáls verslun - 01.07.2006, Síða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 S U M A R B Ú S T A Ð I R Grímsnes- og Grafningshreppur 2337 Bláskógabyggð 2021 Borgarbyggð 1049 Kjósarhreppur 647 Skorradalshreppur 597 Hvalfjarðarstrandarhreppur 419 Mosfellsbær 372 Borgarfjarðarsveit 312 Ísafjarðarbær 234 Reykjavíkurborg 212 í Rangárvallasýslu svo að ekki sé minnst á lóðir víða á Vesturlandi. Sumarhúsum landsmanna getur því átt eftir að fjölga verulega á næstunni! Offramboð hlýtur að leiða til lækkunar „Þetta bendir til þess að nú sé verið að und- irbúa sölu á jafnmörgum bústöðum fyrir austan fjall og þegar eru fyrir á svæðinu,“ segir Sveinn. - Hvaða áhrif hefur það á verðið? „Ég vil meina að þetta offramboð hljóti að leiða til lækkunar á lóðaverði. Séu menn að kaupa hálfan hektara í Dagverðarnesi á 5-7,5 milljónir þá er það sama verð og menn greiddu fyrir sumarhús og lóð með öllu fyrir tveimur árum. Staðreyndin er sú að núna eru hús með lóð að fara á 15-16 milljónir. Það er kannski ekki óeðlileg tala miðað við það hvernig bústaðir eru byggðir í dag, þ.e. 100 fermetra heilsárbústaðir með öllu tilheyrandi.“ - Þegar skoðaðar eru sumarhúsa- auglýsingar í fasteignablöðunum virðist ekki vera mikið samræmi í verðlagningunni, misstór hús, sama hvort þau eru á leigu- eða eign- arlóðum á góðum grónum stöðum, eru auglýst á svipuðu eða sama verði. Er þetta eðlileg verðlagning? „Vissulega ætti stærð og staðsetning að endurspeglast í verði bústaðanna, en svo er ekki alltaf. Oft er verðið það sama og mér finnst það ekki eðlilegt. Eigi menn ekki landið verða þeir líklega að greiða um 50 þúsund á ári fyrir það, og 200-500 þúsund kr. í upphafi þegar landið er tekið á leigu. Síðan getur verið undir hælinn lagt hvort menn fá að framlengja leigutímann þegar að því kemur. Ég tel að bústaðir á leigu- lóðum ættu að vera þrem til fjórum millj- ónum ódýrari en bústaðir á eignarlandi, miðað við að allt annað sé sambærilegt. Þá er ég ekki að verðleggja lóðirnar sem slíkar heldur öryggið sem fylgir því að eiga lóð í stað þess að leigja.“ Helmings hækkun - Til skamms tíma var verð á góðum sumarbústað um 7 milljónir en virð- ist nú vera komið í eða að nálgast 15 milljónir. Hversu stór er slíkur bústaður? „Það er verið að selja eða að reyna að selja 60 fermetra hús á þessu verði þótt þau séu ekki ný.“ - Hvort myndir þú telja hagstæðara að byggja bústað á nýju landið eða kaupa gamlan bústað? „Það er nú það. Vissulega má hugsa sér að sú mikla verðhækkun sem átt hefur sér stað hafi að einhverju leyti verið leiðrétt- ing. Sumarhús voru ekki alltaf að seljast á raunvirði eða seldust hreint ekki. Ég held kannski að verðið sem sett er á húsin í dag sé nærri lagi þegar horft er í kostnaðinn við bygginguna. Það má setja upp reiknings- dæmi: Landið er keypt á 2 milljónir hámark, annað er fárránlegt, því jafnvel er hægt að fá lönd fyrir eina milljón. Grunnkostnaður með landi er því um tvær milljónir og húsið gæti kostað 10 milljónir. Við þetta bæt- ist veitukostnaður. Þeir sem selja bústað- inn á 15 milljónir eru ekki að fá mikið í aðra hönd. Fyrir þremur árum borgaði sig að kaupa gamalt og dytta að húsinu eftir þörfum. Þá gátu menn verið að fá ágætis sumarhús fyrir miklu lægri upphæðir en ég held að sú staða sé ekki uppi í dag.“ Meðalstærð og föst búseta - Hver er meðalstærð sumarhúss? „Engin lög gilda um hámarksstærð sum- arhúsa en stærðin byggist á deiliskipulagi á hverjum stað sem líta má á sem stjórn- skipan staðarins. Standi í deiliskipulagi að ekki megi byggja nema 60 fermetra hús, einlyft og í jarðlitum, gildir það. Áður voru það lögin sem ákváðu stærðina og bústaðir voru yfirleitt ekki mikið yfir 50 fermetra. Ég held að núna sé meðalstærðin 60-65 fermetrar en vissulega fór af stað einhver tryllingur og fólk stækkaði og stækkaði HVERS VEGNA LEIGULÖND? Ef litið er á leiguumhverfi sumarbústaða í sögulegu samhengi kemur í ljós að fyrir mörgum áratugum gátu jarðeigendur ekki selt hlut eða hluta úr jörðum sínum því við það hefði skapast sameign. Af því leiddi að þeir leigðu mönnum landspildur til ákveðins tíma. Í örfáum tilvikum var leigutíminn 99 ár, en 50 ár voru algeng og 25 ára leigutími algengastur. Með tilkomu deili- skipulaga var mönnum gert kleift að selja hluta úr jörðunum og hefur það orðið æ algengara síð- ustu ár. Nú er svo komið að þeir sem leigðu lönd eru farnir að líða fyrir það þegar nýir eigendur vilja selja þeim löndin á uppsprengdu verði í stað þess að endurnýja leigusamningana. Sumarbústaðir voru yfir 200 talsins á eftirtöldum stöðum 31. desember 2005: FV.07.06.indd 70 7.9.2006 12:55:59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.