Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 96

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R mafíósa – áður en hann var handtekinn, og hann er ekki eini mafíósinn með tengsl við Berlusconi. Ein kenningin er sú að mafían á Sikiley, „Cosa nostra“, hafi í sviptingunum upp úr 1990 reynt að stofna eigin flokk í tengslum við ýmis hægri-flokksbrot en svo ákveðið að tengjast Forza Italia, flokki Berlusconis. Ýmsir flokksmenn Forza Italia hafa þurft að víkja vegna mafíutengsla. Frímúrarareglan á Ítalíu Frímúrarareglan á Ítalíu eru annað og meira en klúbbar þar sem karlar í kjólfötum hittast til að reykja vindla: P2 reglan varð umfjöllunarefni og rannsóknarefni á 9. og 10. áratugnum því þar tengdust kirkjan, stjórnmálin og mafían í æðra veldi sem virtist stjórna Ítalíu á ósýnilegan hátt. Berlusconi var í reglunni sem hefur núna verið leyst upp en fæstir Ítalir eru svo bláeygir að halda að ekkert hafi komið í staðinn. Gamlir flokkar í nýjum myndum. Í spillingarmálunum sem Antonio Di Pietro og aðrir dómarar í Mílanó tóku að velta upp fyrir um fimmtán árum hefur nafn Berlusconis iðulega heyrst. Margt bendir til að hann hafi einmitt steypt sér út í stjórnmál til að halda rannsóknardóm- urunum frá dyrum sínum – og það hefur honum tekist hingað til. Það næsta sem réttvísin hefur komist Berlusconi er þegar hægri hönd hans og samstarfsmaður til margra ára, lögfræðingurinn Cesare Previti, var dæmdur fyrir spillingu. Þegar það gerðist þótti mörgum jaðra við að Berlusconi hefði sjálfur verið dæmdur. Berlusconi getur enn ekki andað rólega, enn eru mál í gangi í myllu dóms- kerfisins. Spillingarrannsóknir Di Pietro og félaga leiddu til afhjúpana um fjármál stjórnmálaflokkanna sem aftur urðu til þess að máttarflokkarnir tveir, Sósíalistaflokk- urinn og Kristilegir demókratar, leystust upp. Ýmsir leiðandi menn þar hafa gengið í endurnýjun lífdaga í öðrum flokkum, til dæmis Clemente Mastella innanrík- isráðherra, fyrrum framámaður kristilegra demókrata. Hann hefur beitt sér í stórfelldu átaki stjórnarinnar að láta fanga lausa sökum hörmulegs aðbúnaðar í yfirfullum fangelsum: engin ástæða til að byggja fangelsi þegar hægt er að spara og sleppa sakamönnum bara út. Um þessar mundir ganga þess vegna um fimmtán þús- und afbrotamenn lausir á Ítalíu. Aðgerðin takmarkaðist við ýmsar forsendur, til dæmis engum kynferðisafbrota- mönnum sleppt, en í grófum dráttum þeim sem dæmdir voru í minna en þriggja ára fangelsi. Einna mest athygli hefur beinst að um sjötíu manns sem dæmdir hafa verið í spillingarmálum – og einn af þeim er áðurnefndur Cesare Previti – hægri hönd Berlusconi. Prodi þurfti að semja við stjórnarandstöðuna Þar sem afgreiða átti lögin með hraði þurfti Prodi að semja við stjórnarandstöðuna um frumvarpið og fáir efast um að Berlusconi hafi notað sér aðstöðu sína til að frelsa Previti. Hann hefur reyndar ekki íþyngt fang- elsiskerfinu því hann fékk að vera í stofufangelsi heima hjá sér. Fangaaðgerðirnar hafa vakið litla gleði víða í herbúðum stjórnar Prodis sem er samsteypa mið- og vinstriflokka. Di Pietro, nú innanríkisráðherra, gagnrýndi aðgerð- irnar harðlega, ekki síst vegna Previti, og greiddi atkvæði gegn fangafrumvarpinu. Í fjölmiðlum var víða rekið upp ramakvein og frumvarpið tekið sem skuggaleg vísbend- Silvio Berlusconi mun fagna 60 ára afmæli nú í haust. FV.07.06.indd 96 7.9.2006 13:00:47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.