Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 253 Lawrence, orð með tveim útlendum bókstöfum og öllum hér ókunnugt í enskri mynd, en hins vegar alþekktar íslenzkaðar ínyndir til af orðinu, eins og t. d. Lárus, Lárents, Lafrans, Lór- ens. Gisli Ásmundsson leggur einna mesta áherzlu á íslenzkun nafna og eiginheita af þýðurum þeim, sem hér voru taldir, og hefði þó getað enn betur. íslenzkum lesendum ætti að vera ærin aufúsa á ýmsum þeim bókum, sem þýddar hafa verið á árinu, ekki sízt gagnmerkum skáldsögum, eins og Sögu Gösla Berlings og Skapadægrum, sem hér verða þó annars ekki greindar. í fremstu röð hinna út- lendu bóka stendur Magellan könnuður Kyrrahafsins eftir Stef- án Zweig (frb. tsvæg), þýdd af Gisla Ásmundssyni (útgefandi: Heimdallur). Zweig er ágætur rithöfundur. Hann kann að ydda hverja setningu þangað til hún stingur. Hann líkist þeim höf- undi, Ovíedó, sem hann vitnar i sjálfur, um að gera bækur sínar, hverja fyrir sig, að frásögn um „hið undursamlegasta og stórkostlegasta, sem nokkru sinni hefur gerzt síðan guð skap- aði heiminn." Hann finnur í hverjuin hlut bæði það, sem æsir tilfinninguna og brýnir skynsemina, og þess vegna er lesandi hans æfinlega í spenningu. Magellansbókin er um „stórkostleg- ustu sjóferð sögunnar, fyrstu siglinguna umhverfis hnöttinn." Ferðasögur eru annars mikil vara hér sem stendur. íslenzka ríkisútgáfan hefur t. d. ekki fundið neitt verk í enskuin bók- menntum, sem hún telur brýnni nauðsyn á að kynna íslenzk- um lesendum en ferðasögur Arabíu-Lárusar, Thomas Edward Lawrence: Uppreisnin í eyðimörkinni, þýðandi Bogi Ólafsson. Þessi maður var njósnari og undirróðursmaður brezkra heims- valdasinna í Arabíu á styrjaldarárunum 1914—18, og hafði eink- um á hendi það hlutverk að hefja Araba gegn Tyrkjum, sem tókst með þeim árangri, að stofnað var arabiskt konungsríki mjög fyrir brezkt fulltingi, og síðan látiö sigla sinn sjó og lítið fyrir það gert af því, sem Lárus var látinn lofa. Það er Lárusi reyndar lil hróss, að eftir að húsbændur hans sneru baki við Aröbum aftur, reiddist hann svo, að hann þáði hvorki mann- virðingar né tignarmerki af þeim fyrir störf sín, og dauðslas- aðist sem hermaður i Indlandi, gleymdur niaður, 1934. Arabíu- Lárus hefur eflaust vcrið gáfaður maður, en hann er þvælinn og Iangdreginn rithöfundur, sem aldrei jireytist á að rifja upp löng og leiðinleg eyðimerkurferðalög, en lúsugir fírar og aðrir skrýtnir arabakallar lifga upp frásögnina á stöku stað. Það er með öllu óskiljanlegt, hvað Mennlamálaráð (útgáfa islenzka rik- isins) hugsar sér með þvi að dreifa hér út þessari leiðinlegu og ótímabæru bók um brezkar undirróðursaðferðir meðal araliiskra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.