Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 11
ÁVARP UM 1 lANDRITAMÁLIi)
105
því að svo raá heita eftir styrjöldina, að full ekla sé á nauðsynlegum
textum, t. d. lil kennslu í erlendura háskólum. Við gætum byrjað
með tóma bókaskápa, sem við smám saman létum í slatta af hand-
ritum, sem við fengjum að láni — og notuðum. Og þessir tómu eða
nær því tómu skápar og hinar starfandi hendur, sem ynnu gott verk
við örðug skilyrði, mundu hrópa á handritin og seiða þau til sín,
hvers konar andmæli sem fram væru borin af mönnum, sem aldrei
á ævi sinni hafa séð né handleikið íslenzka skinnbók, hvað þá ritað
eftir henni eða rannsakað hana.
Á umræðufundi Landsmóts íslenzkra stúdenta 1947, 21. júlí, var
samþykkt í einu hljóði eftirfarandi ályktun um handritamálið. Þó að'
hún hafi verið birt áður, er full ástæða til að minna á hana ennþá einu
sinni í sambandi við ávarpið hér á undan, ekki sí/.t af því hún á stöð-
ngt erindi til íslenzks almennings og íslen/kra stjórnarvalda.
Landsmót íslenzkra stúdenta 1947 skorar á ríkisstjórnina að halda
öfluglega fram kröfum sínum um afhendingu íslenzkra handrita úr
dönskum söfnum hingað til lands og skorar á alla íslendinga að
fylkja sér sem einn maður um þær kröfur.
Jafnframt skorar landsmótið á íslenzk stjórnarvöld að efna nú
þegar til sem umfangsmestrar útgáfu íslenzkra handrita, sem nú eru
geymd í dönskum söfnum.