Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 20
JÓNAS H. HARALZ:
Starfsemi auðhringanna
Enda þótt athygli manna á auðhringunum og hinni geysimiklu
og afdrifaríku þýðingu þeirra fyrir hag- og stjórnmálaþróun tutt-
ugustu aldarinnar hafi verið vakin fyrir löngu, hefur þó furðu
lítið áreiðanlegt verið um þá og starfsemi þeirra vitað. Þeir hafa
verið eins og voldugar skuggaverur, sem grillt hefur í, og hafa með
ótal lítt sýnilegum þráðum ráðið kjörum og lífi miljóna manna,
skipað örlögum heilla þjóða. Einstaka sinnum hefur tekizt að draga
starfsemi sumra þeirra fram í dagsbirtuna, sýna fram á féflettingu
þeirra á almenningi, völd þeirra á stjórnmálasviðinu.
Ytarlegustu og víðtækustu rannsóknir á starfsemi hringanna, sem
fram hafa farið til þessa, voru framkvæmdar í Bandaríkjunum á
stríðsárunum. Astæðurnar fyrir því, að þessar rannsóknir voru
gerðar, voru framar öllu þær, að þegar Bandaríkin voru komin í
stríðið, og þurftu á skömmum tíma að auka framleiðslu sína gífur-
lega, kom það í ljós, að í mörgum greinum varð mikil og lítt
skiljanleg tregða á framleiðslunni. Sérstakar nefndir undir forustu
þingmanna úr öldungadeildinni voru settar til að rannsaka þetta
og yíirleitt alla framkvæmd framleiðsluáætlana ríkisstjórnarinnar.
í fyrsta sinni í sögu Bandaríkjanna var öll helzta framleiðsla lands-
ins rekin undir náinni stjórn og eftirliti hins opinbera, og gerði
það ríkisvaldinu bæði auðveldara og nauðsynlegra að skyggnast
inn í leyndardóma stórfyrirtækjanna. Það gerði þessari rannsókn
einnig léttara fyrir, að í Bandaríkjunum er ströng löggjöf gegn
auðhringum. Að vísu hefur alltaf verið farið í kringum þessa lög-
gjöf, og tímunum saman hefur hún lítt verið framkvæmd, en dóms-
málaráðuneytið hafði þó einmitt á stjórnarárum Roosevelts safnað
miklum gögnum um starfsemi hringanna og höfðað mál gegn sum-
um þeirra. Þessi gögn komu nú í góðar þarfir, og í sambandi við