Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 21
STARFSEMI AUÐHRINGANNA 115 rannsóknir nefndanna var enn hert á málarekstri gegn hringun- um, einkum að stríðinu loknu. Eftir ósigur Þýzkalands tókst her- námsyfirvöldunum einnig að leiða margt í ljós um starfsemi þýzku hringanna og samband þeirra við hringa annarra landa. Nefndir þær, er hér um getur, voru fjórar, og formenn þeirra voru öldunga- deildarmennirnir Homer T. Bone, Harry S. Truman (núverandi forseti Bandaríkjanna, en hann vakti einmitt fyrst á sér almenna athygli í sambandi við þessi nefndarstörf), Joseph C. O’Mahoney og Harley M. Kilgore. Alit þessara nefnda og skýrslur dómsmála- ráðuneytisins eru að sjálfsögðu geysilega fyrirferðarmikil plögg og erfið aðgöngu öllum almenningi, en allmargar bækur hafa þegar verið skrifaðar, er byggja á gögnum þessara aðila, en búa málið betur í haginn fyrir almenning og sýna það frá ýmsum hliðum. Ein þessara bóka er „Out of your pocket“ (Ur yðar vasa) eftir Darel McConkey, en hann var einn af starfsmönnum Kilgore-nefnd- arinnar. Kom bók þessi út í New York í árslok 1946, og hefur Kilgore sjálfur skrifað formála hennar. Bók þessi er skrifuð frá alveg ákveðnu sjónarmiði. Höfundur hennar reynir fyrst og fremst að sýna fram á, hvernig starfsemi hringanna snertir allan almenning, Pétur og Pál, hvar sem er í heiminum, hvernig þeir ræna fólk og svíkja, án þess að það hafi nokkra möguleika til þess að gera sér ljóst, hvað um sé að vera, hvernig þeir draga úr framleiðslunni og varpa mönnum út í at- vinnuleysi og örbirgð, hindra tækniþróunina og koma í veg fyrir, að mikilsverðar tæknilegar nýjungar geti orðið alþjóð manna til heilla. Hann lýsir því einnig, hvernig hringarnir leyna starfsemi sinni og hjúpa hana áferðarfallegum slagorðum um „frjálsa sam- keppni“, „frjálst framtak einstaklingsins“, „frjálst athafnalíf“ o. s. frv. Ekkert orð er þeim eins tamt í munni, sem keppa að því að hneppa allt athafna- og viðskiptalíf í fjötur hringavaldsins, eins og orðið frelsi. Bókin gefur einnig nokkra hugmynd um áhrif hring- anna á stjórnmál og alþjóðamál, þótt þeirri hlið sé minni gaumur gefinn. Margar þeirra staðreynda um starfsemi hringanna, sem hér eru lagðar fram, eru svo furðulegar, að ólíkindum sætir. Skal hér leitazt við að greina í stuttu máli frá nokkrum dæmum úr þessari bók McConkey’s.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.