Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 21
STARFSEMI AUÐHRINGANNA
115
rannsóknir nefndanna var enn hert á málarekstri gegn hringun-
um, einkum að stríðinu loknu. Eftir ósigur Þýzkalands tókst her-
námsyfirvöldunum einnig að leiða margt í ljós um starfsemi þýzku
hringanna og samband þeirra við hringa annarra landa. Nefndir
þær, er hér um getur, voru fjórar, og formenn þeirra voru öldunga-
deildarmennirnir Homer T. Bone, Harry S. Truman (núverandi
forseti Bandaríkjanna, en hann vakti einmitt fyrst á sér almenna
athygli í sambandi við þessi nefndarstörf), Joseph C. O’Mahoney
og Harley M. Kilgore. Alit þessara nefnda og skýrslur dómsmála-
ráðuneytisins eru að sjálfsögðu geysilega fyrirferðarmikil plögg og
erfið aðgöngu öllum almenningi, en allmargar bækur hafa þegar
verið skrifaðar, er byggja á gögnum þessara aðila, en búa málið
betur í haginn fyrir almenning og sýna það frá ýmsum hliðum.
Ein þessara bóka er „Out of your pocket“ (Ur yðar vasa) eftir
Darel McConkey, en hann var einn af starfsmönnum Kilgore-nefnd-
arinnar. Kom bók þessi út í New York í árslok 1946, og hefur
Kilgore sjálfur skrifað formála hennar.
Bók þessi er skrifuð frá alveg ákveðnu sjónarmiði. Höfundur
hennar reynir fyrst og fremst að sýna fram á, hvernig starfsemi
hringanna snertir allan almenning, Pétur og Pál, hvar sem er í
heiminum, hvernig þeir ræna fólk og svíkja, án þess að það hafi
nokkra möguleika til þess að gera sér ljóst, hvað um sé að vera,
hvernig þeir draga úr framleiðslunni og varpa mönnum út í at-
vinnuleysi og örbirgð, hindra tækniþróunina og koma í veg fyrir,
að mikilsverðar tæknilegar nýjungar geti orðið alþjóð manna til
heilla. Hann lýsir því einnig, hvernig hringarnir leyna starfsemi
sinni og hjúpa hana áferðarfallegum slagorðum um „frjálsa sam-
keppni“, „frjálst framtak einstaklingsins“, „frjálst athafnalíf“ o. s.
frv. Ekkert orð er þeim eins tamt í munni, sem keppa að því að
hneppa allt athafna- og viðskiptalíf í fjötur hringavaldsins, eins og
orðið frelsi. Bókin gefur einnig nokkra hugmynd um áhrif hring-
anna á stjórnmál og alþjóðamál, þótt þeirri hlið sé minni gaumur
gefinn. Margar þeirra staðreynda um starfsemi hringanna, sem hér
eru lagðar fram, eru svo furðulegar, að ólíkindum sætir. Skal hér
leitazt við að greina í stuttu máli frá nokkrum dæmum úr þessari
bók McConkey’s.