Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 27
STAKFSEMI AUÐHRINGANNA
121
aí tekjum stofnunarinnar rann til liáskólans, og hann hafði ítök í
stjórn hennar. Stjórn Wisconsin-ríkis fékk ]aví til leiðar komið fyrir
tilstilli háskólans, sem var ríkinu efnahagslega háður, að ekki voru
veitt nein leyfi til að nota aðferðir Steenbocks til að bæta D-fjör-
efni í smjörlíki. 1 Wisconsin-ríki er stórfelld smjörframleiðsla, og
cr þing þess frægt fyrir alls konar lagasetningar lil að vinna gegn
notkun smjörlíkis. Wisconsin-stofnunin varði einkaleyfi sín af mik-
illi alorku og stóð í sífelldum málarekstri. í sambandi við eitt mál
sagði einn dómaranna, að rökrétt afleiðing af kröfum stofnunar-
innar væri, að enginn mætti taka sér sólbað nema að greiða til
hennar toll. Eftir tuttugu ára starfsemi varð stofnunin að lokum
að láta í minni pokann. Einkaleyfi hennar voru dæmd ógild árið
1946 og einokunaraðstaða hennar þar með brotin á liak aftur.
Alúminíum
Hvers vegna hefur alúminíum ekki verið notað í bifreiðar?
Ameríski alúminíumhringurinn, Alcoa, hefur komið í veg fyrir
þetta með eignarhaldi sínu á öllum bauxitnámum veraldarinnar og
J)ví okurverði, sem hann hefur haldið á þessum málmi, en hann
hefði annars verið heppilegasta efnið í bifreiðar og fjölda marga
aðra hluti til daglegrar notkunar. Eins og aðrir auðhringar hefur
hann álitið það í betra samræmi við hagsmuni sína að framleiða
lítið og halda verðinu háu heldur en að auka framleiðsluna og
lækka verðið. Fyrstu stríðsárin vann þessi hringur markvisst að
því að halda alúminíumframleiðslunni niðri, þrátt fyrir þá geysi-
legu þörf, sem var á málminum til stríðsnota. Ástæðan var ótti við,
að mjög aukin framleiðsla gæti komið einokunaraðstöðu hans í
koll að stríðinu loknu. Þessi hringur, sem er frá því fyrir aldamót,
hefur oft getað styrkt aðstöðu sína með áhrifum á stjórnmálasvið-
inu. Þannig var einn helzti hluthafi hans, auðkýfingurinn Andrew
Mellon, fjármálaráðherra Bandarikjanna árin 1921—32. A ])ví
tímahili þurfti hringurinn ekki að óttast neina afskiptasemi hins
opinbera, og eitt fyrsta verk ráðuneytis Hardings 1921 var að
hækka tollinn á alúminíum, en það hafði í för með sér, að hringn-
um tókst á einu ári að hækka verðið um 40%.