Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 28
122
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Standard Oil
En þaS voru fleiri hringar en alúminíumhringurinn, sem á stríðs-
árunum gerðu sig seka um liáttalag, er gekk landráðum næst. Hinn
alkunni olíuhringur, Standard Oil, hafði lengi ráðið yfir öllum
einkaleyfum í sambandi við framleiðslu gervigúmmís. Samkvæmt
samkomulagi við þýzka hringinn I. G. Farbenindustrie voru þeim
hring þó látnar eftir rannsóknir og framleiðsla á þessu sviði að
mestu leyti. Þetta samkomulag hélzt fyrstu stríðsárin, og það var
ekki fyrr en árið 1942, að Bandaríkjastjórn fyrirskipaði Standard
Oil að rjúfa allt samband við þýzka hringinn, afhenda einkaleyfi
sín og allar upplýsingar um framleiðslu, kostnað o. þ. h. Gúmmí-
framleiðslan hafði þá þýðingu í heimsstyrjöldinni, að háttalag
Standard Oil bæði á styrjaldarárunum og fyrir stríðið, hefði getað
riðið bandamönnum að fullu. Eigi að síður lýstu forstjórar þessa
merkilega fyrirtækis því hátíðlega yfir, að þeir teldu sig ekki vera
í neinni sök og hefðu aðeins verið að vinna fyrir bandaríska hags-
muni.
Lokaorð
Þetta eru nokkur dæmi úr bók McConkey’s. Flestum mun finnast
þau ótrúleg, en heimildirnar eru opinber nefndarálit, byggð á víð-
tækum og ýtarlegum rannsóknum, og eyðir það öllum efa um sann-
leiksgildi þeirra. Eins og flestir aðrir íbúar þessa hnattar höfum
við Islendingar orðið að greiða þessum hringum og fjölmörgum
öðrum drjúga skatta. Enn meiri þýðingu fyrir afkomu okkar mun
þó starfsemi annarra hringa hafa, er drottna yfir sölu og verðlagi
á ýmsum útflutningsafurðum okkar, ekki sízt starfsemi feitihrings-
ins, sem t. d. mun eiga drjúgan þátt í því að koma fyrirætluninni
um íslenzka lýsisherzlustöð fyrir kattarnef. Um starfsemi þessa
hrings mun þó flestum eða öllum íslendingum vera lítt kunnugt.
Hátterni og siðalögmál þessara auðhringa er í eðli sínu að engu
frábrugðið þeim aðferðum lénsherra miðaldanna að setja slár yfir
vegi og neyða alla vegfarendur að greiða sér vegskatt eða brúartoll;
og ekki er heldur hægt að gera nokkurn greinarmun á þeim og