Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 32
126
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að smásögum eftir bandaríska nútímahöfunda, sem væru þeim að
skapi. Allt fram að þessum degi held ég, aS þeir hafi eigi rékizt
á fleiri en tólf sögur, sem reynzt hafa inngöngu verSugar í helgi-
dóminn. Stundum getur því veriS ýmsum vandkvæSum bundiS aS
afla nægilegs lesmáls til aS fylla allar þær arkir, sem helgaSar eru
sætleika og hamingju.
Fjöturinn, sem harSast kreppir aS sérhverjum höfundi, er fólg-
inn í því boSorSi ritstjóranna, aS „fullnægja“ beri lesendunum, aS
ekki megi raska sálarró þeirra né heldur valda þeim vonbrigSum.
Krafa þessi er í framkvæmd óbærileg meS öllu. Hún birtir okkur
öfuguggahátt hinnar tilstrokkuSu bjartsýni. Hún mundi til dæmis
úthýsa stórbrotnustu leikritapersónum Shakespeares og skella aftur
hurSinni viS nefiS á hinum göfuga Don Quixote. Hún mundi einn-
ig hrekja Balzac, Melville, Hardy og jafnvel Conrad frá þeim tíma-
ritum, sem bezt tök hefSu á því aS færa fjöldanum einungis úrvals-
bókmenntir, ef allt væri meS felldu.
En ritstjórar eru þó ekki ávallt óskeikulir í mati sínu á gáfna-
fari lesenda. Og jafnvel bókaútgefendur, sem skaraS hafa fram úr
öSrum um frjálslyndi og víSsýni, hafa veriS staSnir aS því aS
þekkja ekki takmörk „fullnægingarkröfunnar“. Þegar Theódór
Dreiser lagSi hiS mikla skáldverk Bandaríska harmsögu á borS út-
gefanda síns, reyndi sá síSarnefndi á allan hátt aS koma honum í
skilning um, hversu vonlaust væri, aS bók, sem héti harmsaga, næSi
vinsældum í Ameríku. Þetta var sem sé alkunn staSreynd, og þess-
vegna hlaut hún einnig aS vera óumbreytanleg. SkoSanakönnun
meSal húsmæSra hefSi leitt í ljós, aS þær væru á sama máli og
útgefandinn. En Dreiser var ófáanlegur til aS breyta titli bókar-
innar, — og gagnstætt öllum ritstjórakenningum hlaut hún mikl-
ar vinsældir. En þess ber aS gæta sem áSur er sagt, aS höfundum
býSst fyllra frjálsræSi til aS tjá hug sinn í bókarformi en á nokkr-
um öSrum vettvangi. Ekkert vikublaS né tímarit í gervallri Ameríku
hefSi fengizt til aS birta þessa sögu Dreisers, jafnvel þótt hún hefSi
veriS stytt aS miklum mun. Hversvegna? Einfaldlega vegna þess, aS
hún stenzt ekki „fullnægingarkröfuna“. Og þó er „fullnægingar-
krafan“ aSeins ein af mörgum.
Höftin og fjötrarnir versna ár frá ári. Og aSstaSa bandarískra