Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 51
HVAÐ ER AMERÍSK ÞJÓÐHOLLUSTA?
145
skipunarinnar, félagslegra afstæðna og atvinnuhátta. Hún hafnar
rannsókn á kynþáttavandamálinu, sjúkratryggingum, opinberum
íbúðabyggingum og réttmæti stefnu okkar í utanríkismálum. Sam-
kvæmt henni er þaS hræSilegt aS vefengja þaS, sem kallaS er „skipu-
lag einstaklingsframtaksins11, vegna þess aS þetta skipulag og amerí-
kanismi er taliS eitt og hiS sama. Hún varpar fyrir borS þróunar-
kenningunni og framfaratrúnni, sem eitt sinn átti svo miklum vin-
sældum aS fagna, og lítur á Ameríku eins og fulIgerSan hlut, galla-
lausan og fullkominn.
Þess verSur líka aS geta, aS hún er lítilþæg. Hún þarfnast ekki
skynsamlegrar sannfæringar né andlegra landvinninga, heldur aS-
eins yfirborSslegs samræmis. I mati sínu á þjóShollustu tekur hún
orS fyrir athöfn, látæSi fyrir skoSun. Hún er ánægS meS aS fán-
anum sé heilsaS, en gefur sér ekki tíma til aS ígrunda viSvörun
Hæstaréttar, „aS tákn orka á hvern og einn i samræmi viS þann
skilning, sem hann leggur í þau, og þaS sem er einum huggun og
innblástur, er öSrum spott og spé.“
Hún er ánægS meS, aS menn séu meSIimir virSulegra félaga, og
þar sem hún gerir ráS fyrir því, aS sérhver meSlimur í frjálslyndu
félagi sé kommúnisti, dregur hún þá ályktun, aS sérhver meSlimur
íhaldsfélags sé sannur AmeríkumaSur. Hún hefur enn ekki skiliS, aS
ekki munu allir þeir, sem segja Herra, Herra, ganga inn í himnaríki.
Hún er hvorki til þess fallin aS afhjúpa svikráS né efla sanna þjóS-
hollustu.
II
HvaS er athugavert viS þetta nýja hollustuhugtak? HvaS er
framar öllu athugavert viS hiS lítilsiglda undanhald kennaranna í
Washington, hin villimannlegu skrípalæti löggjafanna í Washington,
móSursýkisköst D. A. R. og hinar ruddalegu auglýsingar hlutafélag-
anna? Allt þetta er ekki aSeins hneykslanlegt, heldur siSferSilega,
félagslega og pólitískt rangt.
AS skýrgreina hugtakiS þjóShollustu sem einhæfingu er rangt.
ÞaS er of þröngt og takmarkandi, hugsanafrelsiS og samvizkufrelsiS
er meS því virt aS vettugi og þessi skýrgreining er óhjákvæmilega
flekkuS síngjörnum íhugunum. Josiah Royce. sem gerSi hollustuna
aS kjarna heimspeki sinnar, sagSi:
10