Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 55
ilVAtí ER AMERÍSK ÞJÓÐHOLLUSTA?
149
brýndi fyrir okkur, að fáni okkar væri „fáni skoðanafrelsis og
pólitísks frelsis“, og ekki heldur Holmes dómari, sem sagði, að
stjórnskipun okkar væri tilraun, og að meðan sú tilraun væri gerð,
„ættum við stöðugt að vera á verði gegn viðleitni í þá átt að bæla
niður skoðanir, sem við hefðum óbeit á og teldum dauðasynd“.
III
Fleiri og hagsýnni mótbárur má færa fram gegn fastbundnum
þjóðhollustuhugtökum og skýrgreiningum svikráða. Tilraun í þá
átt að binda þessi hugtök er í senn hræðsluvottur og gjaldþrots-
yfirlýsing. Sá, sem er viss í sinni sök, þarf ekki frekari fullvissu, og
þeir, sem trúa á styrk og ágæti Ameríku, þurfa hvorki að óttast
gagnrýni né samkeppni. Tilraunin hlýtur að mistakast. Þeir, sem í
raun og veru sitja á svikráðum, munu sleppa, þetta mun ekki einu
sinni skjóta þeim skelk í bringu; það mun aðeins bitna á þeim, sem
hægt er að kalla „róttæka“. Það er hollt að minnast þess, að þótt
búferlaflutningur Japananna á stríðsárunum, sem hafði í för með
sér óskaplegar þjáningar og mæðu, væri réttlættur með því að gruna
mætti þá um græsku, er ekki til eitt einasta dæmi þess, öll stríðsárin,
að þeir hafi reynzt ótrúir eða framið skemmdarverk. Viðvörun
Hæstaréttar í Barnette-fánakveðjumálinu eru orð í tíma töluð:
„Tilraunir í þá átt að þvi.iga menn til hlýðni hafa allar reynzt
fánýtar, eins og reynslan sýnir, allt frá ráðstöfunum Róm-
verja til þess að uppræta kristindóminn, vegna þess að hann
græfi undan hinni heiðnu einingu, frá rannsóknarréttinum,
sem tryggja átti einingu í rétttrúnaði og ríkiserfðum, Síberíu-
útlegðinni, sem skapa átti rússneska einingu, allt til hinna mis-
heppnuðu tilrauna núverandi óvina okkar í þessa átt, einræðis-
herranna. Þeir, sem byrja að útrýma ágreiningi með þving-
unarráðstöfunum, eru áður en varir farnir að útrýma and-
stæðingum sínum. Skoðanaeining, sem knúin er fram með
þvingunarráðstöfunum, skapar aðeins þá eindrægni, sem ríkir
í kirkjugarðinum.“
í þessu efni þurfum við heldur ekki að byggja á tómum getgátum,
við höfum fengið nægilega reynslu. Við skulum aðeins nefna eitt
dæmi, sem varpar sérstaklega skýru ljósi yfir þetta. Rannsóknar-