Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 59
VERA INBER:
M A J A
I
Á ströndinni suður við Svartahaí er borg. Það er ekki stór borg,
nánast þorp. í borginni er kastali, reistur aí Genúumönnum endur
fyrir löngu, en nú er hann ekki annað en veggir að hruni komnir,
malurt og skriðdýr. í borginni er líka grískt kaffihús með hundrað
ára gömlum vínviði, sem vefur teinungunum upp í rjáfur, svo að
silkiblómunum rignir ofan í flauelsbrúnt kaffið. Þar er einnig torg
með gnægð af ferskjum og heilagfiski á sumrin. Maísinn á torginu
er með silfurgrátt hár og smáar tennur — að öðru leyti er hann
grænklæddur. í borginni er auk þess bíó og þrjár eða fjórar opin-
herar byggingar. Allar götur liggja til hafs, og allt eru smámunir
andspænis þessu hafi. Niðri á ströndinni hanga fiskinet, og þar
liggja bátarnir og hvílast — sumir á grúfu, aðrir á bakinu. Við og
við flæðir stór, óbrotin alda upp í fjöruna; hún lítur út eins og
slípað gler og hverfur hvissandi niður í sandinn.
Á nóttunni er bærinn eins og sofandi fiskur, þar sem hann liggur
einmana á grýttri ströndinni í köldu tunglsskininu. Tígulsteinarnir
á þökunum glitra eins og hreistur, og víngarðarnir teygjast út í
fjarskann eins og mjór sporður. Á ströndinni, þar sem höfuðið ætti
að vera, blikar einstakt fiskauga — lampinn hjá safnverðinum.
Það er nefnilega safn í bænum.
Yfirleitt eru mennirnir ekki vondir. En þeim er ekki óljúft að
tala illa um náungann, einkum á kvöldin, þegar sólin er að setjast
og jörðin kólnar og eftir eru bara góðverk mannanna til að ylja
hjörtun. Um sólarlag sitja skorpnar, grískar fiskimannakonur á
kjaftastólum. Þær eru svartar af sól og með eldrauðar svuntur. Til-
sýndar eru þær eins og tómatsneiðar á rauðseyddu rúgbrauði.
Meðan grísku konurnar húa til kvöldmatinn og bíða manna sinna,
rabba þær um Stavraki gamla, sem áður fyrr var venjulegur auð-