Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 62
156
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— En þessi skutur er reyndar ómögulegur.
En menn hafa látið sér þetta óhapp að kenningu verSa, og nú
eru pípurnar teknar af öllum viS innganginn.
Adrían Adríanovitsj Stavraki er órótt vegna þessarar miklu aS-
sóknar listunnenda, og andstætt venju sinni gengur hann inn í
stóra, ferhyrnda herbergiS, sem snýr gluggunum út aS sjónum.
Herbergi þetta, sem fyrr á tímum var borSsalur, er nú dýrmætasti
salurinn í öllu saíninu. Veggirnir eru þaktir pompejiskum vegg-
límsmyndum, og í loftinu hangir bronskróna frá renessansetímanum.
Adrían Adríanovitsj hefur lamandi áhrif á safngesti, þessi stóri
rumur í hrásilkijakka, meS hæruskotiS skegg og kuldalegt augnaráS
bak viS hornspangagleraugun.
Vefkonan Dorotsjka, sólbrennd og fýlhraust íþróttakona, sem
hefur sett ný met á sundmótum um gjörvöll RáSstjórnarríkin, er
í bænum á skennntiferS. Nú stendur hún fyrir framan fágætt málverk
af konu meS perlufléttaS hár og i stífum kjól, meS barn á handlegg.
Hún segir viS ferSafélagana:
— LítiS bara á kjólinn hennar! Andskotans vinna! Þær höfSu
líka skömm á sundiSkun þá, og þær lifSu auSvitaS sem sníkjudýr,
en ...
Dorotsjka athugar nánar andlit konunnar, uppgötvar þar örlítiS
bros og bætir viS næstum hvíslandi:
— En hún er engu aS síSur fjári lagleg.
Og Khristo, sem nú er pípulaus, tekur undir:
— Já, þetta er snotur stúlka, og þaS sem mestu varSar, hún er
líka góS. ÞaS getur maSur séS á því, hvernig hún heldur á barninu.
I sömu andrá gengur Adrían Adríanovitsj fram hjá, og Khristo
og Dorotsjka þagna.
I hinum enda salsins stendur ungherji. Hann stendur gleiSur
meS hendur fyrir aftan bak frannni fyrir afsteypu af DavíS eftir
Michelangelo. Húfunni hefur hann ýtt aftur á hnakkann og bundiS
rauSan hálsklútinn fast á brjóstinu. AS lokum gerir hann smell meS
fingrunum og segir:
— Hann er enginn klaufi, sá gamli!
— Hver? spyr Adrían Adríanovitsj. Hann ætlar varla aS trúa
sínum eigin eyrum.