Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 66
160
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hart að sér, eða einkaverzlun lifir sníkjulífi sínu. Þau eru alltaf
álíka sólgin í ávexti og ævintýr, og þessir ávextir og ævintýr eru
alltaf eins. Aglaja var til dæmis sólgnust í appelsínur.
Adrían Adríanovitsj tekur stóran, gullinn bolta úr skál og réttir
dóttur Aglaju.
---Mér þykir epli betri, segir telpan hárri röddu.
Adrían Adríanovitsj er steinhissa.
— Því þá það? Appelsínurnar eru jró bragðbetri.
— Já, en eplin eru harðari, það er hægt að naga þau. Appelsín-
urnar tyggja sig sjálfar, segir dóttir Aglaju, mjög kotroskin. Hún
teygir höndina framhjá appelsínunni og tekur hart, rauðkinnótt
epli.
Borðið er rutt. Afanasij sópar gólfið — hann kann álíka vel
tökin á sófli og byssunni á dögum Sílónís kósakkahöfðingja.
Aglaja hefur lýst í fáum dráttum bæði lífi sínu á liðnum árum
og samvinnubúunum í Síberíu, og nú fer hún inn í herbergið sitt
til að gefa snáðanum sínum hrísmjölsgraut. Adrían Adríanovitsj
verður einn eftir með systurdótturdóttur sinni.
Sólarlagið er svalt, eins og svo oft snemma á vorin. Strekkings-
vindur stendur af landi og ýfir hafflötinn. Vindurinn skellir hurðum,
eins og hann sé „húsbóndinn á heimilinu“, og þegar sólin er sigin
til viðar, kastar hann að lokum fyrstu hnefafyllinni af rigningar-
hraglanda markvíst á rúðuna. Fólk dregur fyrir gluggana, kveikir
á arninum, og það brakar álíka óhugnanlega í glóðinni og það hefur
án efa gert á smyglaranóttum Nikolajs Stavrakis.
Adrían Adríanovitsj er ljóst, að nú er tækifæri til að komast í
nánari kynni við jrennan nýja ættingja sinn. Hún situr á hækjum
sínum fyrir framan arininn. Það er auðséð á andlitinu, að hún er
afþreytt eftir ferðalagið, vel södd, ánægð með lífið og vel fyrir kölluð
til að hefja kumpánlegar samræður.
—- Jæja, barnið mitt, byrjar Adrían Adríanovitsj og sezt á teppið
hjá henni með eldtöngina í hendinni, — eigum við að rabba dá-
lítið saman. Eg veit ekki einu sinni ennþá, hvað þú heitir.
— Maja. En ég veit hvað þú heitir. Þú heitir Adrían og svo heit-
irðu líka Adríanovitsj. En ég á að kalla þig afa.
— Já, gerðu það, barnið mitt. Maja er yndislegt nafn og felur