Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 67
MAJA
161
mikið í sér. Það þýðir draumur, draumsýn á indversku. Ef þú átt
ekki vasaklút, getur þú fengið minn.
— Nei, ekki draumur, heldur fyrsti maí. Og það er ekki ind-
verskt, heldur rússneskt. Ég á vasaklút, en ég vafði honum utan um
brúðuna mína.
— Já, einmitt, fyrsti maí ... En hvað gömul ertu þá, Maja?
Mamma þín sagði mér það, en ég er búinn að gleyma því.
— Sex ára. Ég á svo ágætan pabba. Hann er með dálítið skegg
og veit allt. Veiztu, hvað litli bróðir heitir? Hann heitir Remus.
— Það var gott, segir Adrían Adríanovitsj og varpar léttar önd-
inni. Hann slær með eldtönginni á viðarbút. — Nú vantar bara
Rómúlus líka. Eg vona þó, að hann hafi ekki fengið matinn sinn
úr úlfynju?
— Nei, við höfðum geit, af því að við bjuggum fyrir utan bæinn.
En afi — hvað þýðir Rómúlus?
— Hvað það þýðir?
— Já, úr hvaða orðum er það sett saman? Remus þýðir Raf-
virkjun, End ... ur ... reisn, Mar ... Marxismi, Uppbygging og
Sovjet. En hvað þýðir Rómúlus?
— Maja! hrópar Adrían Adríanovitsj í örvæntingu, — þykir
þér gaman að ævintýrum?
— Já, auðvitað, svarar Maja. — Ævintýrinu um drenginn, sem
ferðast til bæjarins Tasjkent til að sækja brauð árið sem hungurs-
neyðin er.
■—- Nei, góða mín, það er ekki ævintýr, það er saga, mjög sorg-
leg saga.
Snörp vindhviða skellur á húsinu. Fyrir utan gluggann er nátt-
myrkur og brimgnýr. Inni í herberginu skíðlogar á arninum. Ljóm-
andi umgerð utan um ævintýrið, þessa perlu, sem orðin er til í
skel alþýðuvizkunnar.
— Heyrðu, Maja, segir Adrían Adríanovitsj, nú skal ég segja
þér ævintýr -— eða réttara sagt goðsögu.
— Hvað er goðsaga, spyr Maja þegar í stað.
— Goðsaga er líka ævintýr, bara mjög, mjög gömul og þess
vegna ennþá fallegri. Seztu hérna nær mér, og fáðu nú samt vasa-
klútinn minn.
11