Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 68
162
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Augun í Maju verða kringlótt, þau hvíla án afláts á Adrían
Adríanovitsj, og ævintýrið byrjar.
— Fyrir löngu, löngu, byrjar Adrían Adríanovitsj, — bjó á
jörðunni ung stúlka, sem hét Proserpína. Hún var dásamlega fögur.
Ef við komum einhvern tíma til Parísar, skal ég sýna þér Proserp-
ínu eins og málarinn Moreau hefur sýnt hana — með svarta lokka,
hörundsdökk, með granatepli í hendinni og kirsuberjavarir. Einu
sinni bar svo við, að Proserpína var á gangi með stallsystrum sínum
úti á engi að tína hvít blóm .. .
— Baldursbrár?
— Nei, ekki baldursbrár. Það voru víst narsissur, bara stærri og
ilmmeiri en okkar. Hún gekk lengi, lengi, og blómin urðu fleiri og
fleiri. Proserpína varð viðskila við stallsystur sínar og gekk lengra
og lengra. Og allt í einu ... — Adrían Adríanovitsj rís á fætur,
ýtir hægindastólnum frá og bendir fram á gólfið með eldtönginni:
— Hugsaðu þér, að skemillinn þarna sé Proserpína og blómin á
teppinu séu regluleg blóm. Og allt í einu opnast jörðin út við bóka-
skápinn, og Plútó kemur þjótandi í vagni með eldspúandi hestum
fyrir. Hann á heima þarna niðri. (Adrían Adríanovitsj ber í gólfið
með eldtönginni.) Svo greip hann Proserpínu og jörðin luktist yfir
þeim.
— Bjó Plútó í kjallara? spyr Maja með skjálfandi röddu.
— Nei, ekki í kjallara, heldur í undirheimum. Þar átti hann ríki.
Það var alveg eins og hér á jörðinni, bara sólarlaust, og það rigndi
heldur ekki eins og hjá okkur þessa stundina.
— Segðu meira, meira! biður Maja áköf.
— Aha, hugsar Adrían Adríanovitsj ineinfús og setur stólinn á
sinn stað, — þú vilt heyra meira? Það lítur út fyrir, að myndin af
Tasjkentstráknum sé strax farin að fölna í huga þínum.
Og hann heldur áfram:
— Proserpína átti móður, sem hét Ceres. Þessi hyggna og óend-
anlega góða kona ríkti yfir öllum jurtum jarðarinnar. Þegar hún
komst á snoðir um, hvað hefði hent Proserpínu, flaug hún af stað
til að leita hennar.
— í junkervél? spyr Maja.
—■ Nei ... En hún gat ekki fundið hana. í refsingarskyni fyrir