Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 69
MAJA
163
það, að engin skepna jarðarinnar vildi segja henni, hvað orðið
væri af Proserpínu, rænti hún jörðina allri frjósemi sinni. Það ár
uxu alls engar jurtir.
— Ekki heldur epli?
— Auðvitað ekki.
— En hvað borðaði fólk þá?
— Hm ... sjálfsagt niðursoðnar vörur, sem það keypti í næsta
kaupfélagi. En hlustaðu nú áfram ... Ceres gekk lengi, lengi, og
svo kom hún í erlent konungsríki. Allt var fábrotnara þá en nú,
bæði siðir og venjur. Hún var tafarlaust leidd inn í höllina, og þar
var mikið um dýrðir: Drottningin var nýbúin að færa kónginum
son, sem hann hafði beðið lengi eftir, og nú átti drottningin að
finna .. .
— Geit?
— Nei, fóstru. Þegar Ceres kom inn í salinn, urðu allir undr-
andi á útliti hennar og fasi. Hnúturinn á hári hennar var eins og
þungt kornbundin, fellingarnar í klæðum hennar minntu á plógför,
og augun voru eins og djúp stöðuvötn. Drottningunni varð strax
ljóst, að allt sem lífsanda dró, hlaut að þroskast og blómgast undir
slíku augnaráði, og hún fór fram á það við Ceres að ala upp son
sinn. Ceres játaði því, en gegn einu skilyrði . ..
I sama bili heyrist Aglaja kalla:
— Maja litla, það er kominn tími fyrir þig að hátta. Ég er alveg
í öngum mínum. Ég ræð ekkert við Remus, það er víst fjórða
tönnin að brjótast út. eða hann hefur ofkælzt, ég veit það ekki.
— Nei, nei, biður Maja, — ég verð að fá að vita skilyrðið. Eg
get ekki háttað fyrr.
— Bara fimm mínútur í viðbót, hrópar Adrían Adríanovitsj
inn í hitt herbergið, — ég skal líta ú klukkuna, eftir fimm mínútur
kem ég sjálfur með hana. Nú ... Hún játaði gegn því skilyrði, að
hvorki faðir hans né móðir né nokkur af ættingjunum fengi að
fylgjast með uppeldi barnsins né gefa góð ráð um það. Hún varð
að hafa alveg frjálsar hendur. Og þetta varð að samkomulagi. Tím-
inn leið. Brátt fór drengurinn að ganga, og hann var hraustari og
fallegri og fjörugri en nokkur annar drengur í öllu rikinu. Hann