Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 72
166
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— Af hverju eruð þið öll hérna? Ha?
011 byrja að tala hvert í kapp við annað.
— Miskunnsami guð! veinar Afanasij. — Ég gekk fram gang-
inn til að gá að, hvort útidyrnar væru læstar, og svo — guð hjálpi
mér — kom ég auga á vesalings smástúlkuna rogast með bróður
sinn. Augu hennar leiftruðu, og hún gekk rakleitt inn í herbergið.
Ég á eftir þeim, og hvað haldið þið, að ég hafi séð? Hún lagði
drenginn á arininn alveg eins og viðardrumb. Almáttugi guð!
— Ég var nýsofnuð, sagði Aglaja snöktandi, — þegar ég heyrði
eitthvert þrusk. Ég opnaði augun — barnið var horfið. Ég hljóp
út og sá náttkjól Maju bregða fyrir. Ég tók þau í sömu mund og
hún lagði .. . Remus ... upp í glóðina. Það var guðs mildi, að hún
var kulnuð. Það var næstum bara aska eftir. En handleggurinn,
aumingja kútinn minn svíður í handlegginn. Ó, veslings barnið
mitt, góða barnið mitt. Ljóta stelpan þín stendur þarna!
— Taktu þessu með stillingu, Aglaja, taktu þessu með stillingu,
grípur Adrían Adríanovitsj fram í fyrir henni. — Vertu ekki hörð.
Sjáðu, hún skelfur frá hvirfli til ilja.
— Ég ... Ég ... ætlaði að gera liann að ósærandi hetju, hrín
Maja, en mamma, mamma eyðilagði það ... alveg eins og þá . . .
Allir eru gengnir til hvílu aftur. Jafnvel Remus sefur — hann
hefur fengið duft á handlegginn. Morgunskíman er farin að þreifa
fyrir sér á hafinu. Stjörnurnar fölna meir og meir. En Adrían
Adríanovitsj getur ekki sofið. Hann situr við borðið og skrifar bréf
við flöktandi lampaljósið — vini sínum, skáldinu í París.
„Allt breytist,“ skrifar hann, „jafnvel börnin. Það, sem okkur
var gott er þeim skaðlegt. Og öfugt ..
Helgi J. Halldórsson íslenzkaði.