Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 74
168
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
setzt á skrifstofu sinni og var í þann veginn að líta við til þess að
tala við stúlkuna sem sat við næsta borð. A sömu stundu var dr.
Masakazu Fujii að hreiðra um sig með krosslagða fætur til þess
að lesa Osaka-blaðið, Asahi, í anddyrinu á einkaspítala sínum, sem
stóð á bakka einnar hinna sjö árkvísla er skipta Hiroshima; frú
Hatsuyo Nakamura, klæðskeraekkja, stóð við eldhúsgluggann sinn
og horfði á nágranna sinn vera að rifa niður hús sitt vegna þess að
það var í vegi brunavarnarbeltis sem gera átti; faðir Wilhelm Klein-
sorge, þýzkur jesúítaprestur, hafði lagzt út af í nærklæðunum á
rúrnið sitt á efstu hæðinni í þriggja hæða trúboðshúsi reglu sinnar
og var að lesa jesúítatímarit, Stimmen der Zeit; dr. Terufumi Sasaki,
ungur sáralæknir við hið stóra, nýtizka Rauðakross-sjúkrahús borg-
arinnar, var á gangi eftir einum spítalaganginum með blóðsýnis-
horn í hendinni og ætlaði að gera á því Wassermann-próf; og séra
Kiyoshi Tanimoto. prestur við Meþódistakirkjuna í Hiroshima, stóð
fyrir utan dyrnar á húsi auðmanns í Koi, vesturhverfi borgarinnar,
og ætlaði að fara að bera af handvagni, fullum af munum sem hann
hafði flutt úr borginni af ótta við stórárás B-29 vélanna, sem allir
bjuggust við að Hiroshima yrði fyrir. Kjarnorkusprengjan drap
hundrað þúsund manna, og þessi sex voru meðal þeirra sem eftir
lifðu. Þau eru enn að velta því fyrir sér hvers vegna þau fengu að
lifa, þegar svona margir dóu. Sérhvert þeirra nefnir mörg smádæmi
um tilviljanir eða ákvarðanir — eitt skref á réttum tíma, ákvörðun
um að fara inn, að taka þennan strætisvagn í stað hins — sem hlífðu
lífi þeirra. Nú vita þau öll, að meðan þau voru að komast af, lifðu
þau mörg líf og sáu meiri dauða en þau höfðu nokkurn tíma gert
sér í hugarlund. En meðan á því stóð vissi ekkert þeirra neitt.
Séra Tanimoto fór á fætur klukkan fimm þennan morgun. Hann
var einn á prestssetrinu, vegna þess að konan hans hafði undanfarið
gist með ársgamalt barn þeirra hjá vinafólki í Ushida, úthverfi í
norðurhluta borgarinnar. Meðal helztu borga Japans voru aðeins
tvær, Kyoto og Hiroshima, sem ekki höfðu orðið fyrir verulegum
loftárásum af B-san, eða herra B, en svo nefndu Japanarnir B-29
vélarnar með blendingi af virðingu og kvíðafullum kumpánaskap;
og herra Tanimoto var næstum því sjúkur af ótta eins og nágrannar