Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 86
180
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Vertu hugrakkur!“ í sama bili (byggingin var 1.650 yards frá
miðbikinu) æddi loftbylgjan um allan spítalann. Gleraugun hans
sviptust af honum; blóðflaskan molaðist upp við annan vegginn;
japönsku inniskórnir hans þutu undan fótunum á honum — en að
öðru leyti var hann ósnortinn vegna þess að hann var á þessum
stað.
Dr. Sasaki hrópaði nafn yfirlæknisins og þaut inn í skrifstofu
hans og fann hann hræðilega særðan af glerbrotum. í spítalanum
var ógurleg ringulreið: þungir veggir og loft höfðu hrunið ofan á
sjúklingana, rúm höfðu snúizt við, rúður höfðu splundrazt og skor-
ið fólk, blóð hafði sletzt um gólf og veggi, lækningatæki voru út
um allt, margir sjúklinganna hlupu um veinandi, ennþá fleiri voru
dánir. (Samlæknir dr. Sasakis sem vann í rannsóknarstofunni
þangað sem hann ætlaði, var dáinn; sjúklingur dr. Sasakis, sem
hann var að koma frá og nokkrum mínútum áður hafði verið dauð-
hræddur um að hann hefði sýfilis, var einnig dáinn.) Dr. Sasaki
komst að raun um að hann var eini óskaddaði læknirinn á spít-
alanum.
Dr. Sasaki hélt að óvinirnir hefðu aðeins varpað sprengju á
húsið sem hann var í, náði í umbúðir og fór að binda um sár
þeirra sem í spítalanum voru; en fyrir utan, um alla Hiroshima,
voru limlestir og deyjandi borgarar að leggja af stað í áttina að
Rauðakross-spítalanum og áttu eftir að gera þar innrás sem kom
dr. Sasaki til að gleyma fyrri martröð sinni um langan, langan
tíma.
Ungfrú Toshiko Sasaki, skrifstofustúlkan, sem er ekkert skyld dr.
Sasaki, fór á fætur klukkan þrjú morguninn sem sprengjan féll.
Hún þurfti að sinna óvenjulega miklum heimilisstörfum. Ellefu
mánaða gamall bróðir hennar, Akio, hafði fengið alvarlega maga-
veiki daginn áður; móðir hennar hafði farið með hann á Tamura
spítalann og var þar hjá honum. Ungfrú Sasaki var um tvítugt og
varð nú að elda morgunverð handa föður sínum, bróður sínum,
systur sinni og sjálfri sér, og auk þess varð hún að útbúa mat til
heils dags handa móður sinni og litla barninu, þar sem spítalinn
gat engan mat útvegað vegna stríðsins; og þessu varð að vera lokið