Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 88
182
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
II
Eldurinn
Undir Eins eftir sprenginguna hafði séra Kiyoshi Tanimoto hlaup-
ið í æði frá húsi herra Matsuis og horft með undrun á blóði drifna
hermenn við opið á jarðbyrginu sem þeir höfðu verið að grafa, en
síðan fór hann að hjálpa gamalli konu sem gekk um í Ieiðslu, hélt
um höfuðið með vinstri hendinni, en studdi smádreng þriggja eða
fjögurra ára gamlan, sem hún bar á bakinu, með hægri hendinni
og hrópaði, „Mér er illt! Mér er illt! Mér er illt!“ Herra Tanimoto
tók sjálfur barnið á bak sér og leiddi konuna niður eftir götunni,
en þar var skuggsýnt af rykmekki sem aðeins virtist ná yfir lítið
svæði. Hann fór með konuna í menntaskóla sem var skannnt þaðan
og átti að vera bráðabirgðaspítali ef slys bæri að höndum. Með
þessari umhyggjusemi losnaði herra Tanimoto þegar í stað við
skelfingu sína. Þegar til skólans kom varð hann mjög hissa að sjá
glerbrot um allt gólfið og að fimmtíu eða sextíu særðar manneskj-
ur biðu þegar eftir aðstoð. Hann hugsaði sem svo að þótt merki
hefði verið gefið um að hættan væri liðin hjá og hann hefði ekki
heyrt í neinum vélum, hlyti mörgum sprengjum að hafa verið
kastað. Hann mundi þá eftir hæð í garði silkiframleiðandans en
af henni var útsýni yfir allt Koi — og raunar einnig um alla Hiro-
shima — og hann hljóp aftur heim að húsinu.
Ofan af hólnum sá herra Tanimoto furðulega sjón. Ekki aðeins
hluti af Koi, eins og hann hafði búizt við, heldur allt sem hann
sá af Hiroshima gegnum mistrið, gaf frá sér þykka, hryllilega
svækju. Reykstrókar, nálægir og fjarlægir, risu upp úr rykmekk-
inum. Hann hugsaði um hvernig hægt hefði verið að valda svona
víðtæku tjóni frá þögulum himni; það hefði jafnvel heyrzt í fá-
einum flugvélum þótt þær hefðu verið hátt uppi. í grenndinni voru
hús að brenna, og þegar miklir vatnsdropar á stærð við leikfanga-
kúlur fóru að detta, hélt hann hálft í hvoru að þeir kæmu úr dæl-
um brunaliðsmanna sem væru að berjast við eldinn. (í raun og
veru voru það dropar af þéttuðum raka sem féllu úr hinum ólg-
andi strók ryks, hita og sprengiagna, sem þegar hafði teygzt margar
mílur upp í loftið uppi yfir Hiroshima.)