Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 101
HIROSHIMA
195
mizu.“ Herra Tanimoto gat ekki staðizt það; hann bar fólkinu vatn
úr ánni — en það var misskilningur, því að nú var komið flóð og
vatnið salt. Tveir eða þrír smábátar ferjuðu sært fólk yfir ána úr
Asano-garðinum, og þegar einn þeirra lagði upp að sandeyrinni
hélt herra Tanimoto aftur háværa afsökunarræðu og stökk út í bát-
inn. Með honum komst hann yfir í garðinn. Þar fann hann í kjarr-
inu ýmsa af skjólstæðingum sínum úr Grannafélaginu, en þeir
voru komnir hingað samkvæmt fyrri skipunum hans, og hann sá
marga kunningja sína, m. a. föður Kleinsorge og félaga hans. En
hann saknaði Fukais, sem hafði verið náinn vinur hans. „Hvar er
Fukai-san.?“ spurði hann.
„Hann vildi ekki koma með okkur,“ sagði faðir Kleinsorge.
„Hann hljóp til baka.“
Þegar ungfrú Sasaki heyrði raddir hins fólksins sem ásamt henni
hafði festst í rústum niðursuðuverksmiðjunnar, fór hún að tala við
það. Hún uppgötvaði að næst henni var menntaskólastúlka sem
hafði verið kvödd til verksmiðjustarfa, og hún sagði að hryggur-
inn á sér væri brotinn. Ungfrú Sasaki svaraði: „Hér ligg ég og get
ekki hreyft mig. Vinstri fóturinn er brotinn af mér.“
Nokkru síðar heyrði hún aftur að einhver gekk fyrir ofan og
síðan til hliðar, og sá hinn sami fór að grafa í rústunum. Hann los-
aði marga, og þegar hann hafði grafið ofan af menntaskólastúlk-
unni, fann hún að hryggurinn var reyndar alls ekki brotinn og
klifraðist út. Ungfrú Sasaki talaði við björgunarmanninn og hann
gerði göng í áttina til hennar. Hún gat séð svitastokkið andlit hans
þegar hann sagði: „Komið þér út, ungfrú.“ Hún reyndi. „Ég get
ekki hreyft mig,“ sagði hún. Maðurinn gróf dálítið meira og sagði
henni að reyna af öllum kröftum að komast út. En bækurnar hvíldu
af miklum þunga á mjöðmunum á henni, og maðurinn sá að lok-
um að bókaskápur lá ofan á bókunum og að þungt tré þrýsti
bókaskápnum niður. „Bíðið þér við,“ sagði hann. „Ég ætla að ná
í járnkarl.“
Maðurinn var lengi í burtu, og þegar hann kom aftur var hann
í slæmu skapi, líkt og þessi klípa væri henni að kenna. „Við höfum