Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 105
IIIROSHIMA
199
hægra fótinn. Þegar hann kom aftur til prestanna sagði hann: „Það
er skrýtið, en nú er eins og manni sé orðið sama um allt. í gær
voru skórnir dýrmætasta eign mín. í dag má það einu gilda. Það
er nóg að eiga eina skó.“
Faðir Cieslik sagði: „Ég skil. Ég ætlaði að taka bækurnar mínar
með mér, en svo hugsaði ég: Nú er enginn tími fyrir bækur.“
Þegar herra Tanimoto kom í garðinn og var ennþá með skjól-
una í hendinni, var garðurinn orðinn troðfullur, og það var ekki
auðvelt að þekkja lifendur frá dauðum, því að flestir lágu graf-
kyrrir með opin augu. Vesturlendingnum föður Kleinsorge fannst
þögnin í lundinum við ána, þar sem hryllilega sært fólk þjáðist í
sameiningu hundruðum saman, eitt það skelfilegasta og óhugnan-
legasta fyrirbrigði sem hann hafði lifað. Þeir særðu voru stillilegir;
engir grétu, og þaðan af síður æpti nokkur af sársauka; enginn
kvartaði; margir dóu, en enginn á háværan hátt; börnin grétu
ekki einu sinni; það voru meira að segja mjög fáir sem sögðu orð.
Og þegar faðir Kleinsorge kom með vatn til fólks sem var næstum
andlitslaust af brunasárum, þáði það sinn skammt, rétti örlítið úr
sér og hneigði sig fyrir honum í þakklætisskyni.
Herra Tanimoto heilsaði prestunum og svipaðist síðan um að
öðru vinfólki. Hann kom auga á frú Matsumoto, konu forstöðu-
manns Meþódistaskólans, og spurði hana hvort hún væri þyrst.
Það var hún, svo að hann fór að einni tjörninni í klettagörðunum
og sótti henni vatn í skjólunni sinni. Þá ákvað hann að reyna að
komast til kirkjunnar sinnar aftur. Hann fór inn í Nobori-cho
sömu leið og prestarnir höfðu farið þegar þeir komust undan, en
hann komst ekki langt; eldurinn var svo ofsalegur umhverfis stræt-
in að hann varð að snúa við. Hann gekk að árbakkanum og fór
að leita að bát til þess að flytja þá sem voru verst særðir yfir
ána úr Asano-garðinum og burt frá eldinum sem óðum breiddist
út. Brátt fann hann hæfilega stóra flatbytnu sem hafði verið dreg-
in upp á bakkann, en í henni og umhverfis hana gaf að líta hræði-
lega sjón — fimm dauðir menn, næstum klæðlausir, illa brenndir,
sem hlutu að hafa gefið upp andann næstum á sama andartaki,
því að þeir voru í stellingum sem gáfu í skyn, að þeir hefðu verið
að hjálpast að við að ýta bátnum á flot. Herra Tanimoto flutti