Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 107
HIROSHIMA 201 inn.“ „Ekki enn,“ sagði faðir Kleinsorge. Hann hafði með sér bráðabirgðalækningatæki dr. Fujiis og hann hafði tekið eftir dr. Kanda í hópnum, svo að hann leitaði hann uppi og spurði hvort hann vildi búa um hin slæmu sár föður Schiffers. Dr. Kanda hafði séð konu sína og dóttur látnar í rústum spítala síns; nú sat hann með höfuðið í greipum sér. „Eg get ekki gert neitt,“ sagði hann. Faðir Kleinsorge batt meiri umbúðum um höfuðið á föður Schiffer, flutti hann í halla, og kom honum þannig fyrir að höfuðið var hæst, og hrátt dró úr blóðrásinni. Um sama leyti heyrðist skarkali í flugvélum sem nálguðust. Ein- hver í hópnum í nánd við Nakamura-fjölskylduna hrópaði: „Það eru Grumman-vélar sem ætla að ráðast á okkur!“ Bakari, Naka- shima að nafni, stóð á fætur og skipaði: „Allir sem eru í einhverju hvítu verða að fara úr því.“ Frú Nakamura færði börnin sín úr blússunum, opnaði regnhlífina sína og lét þau fara undir hana. Mikill fjöldi fólks, jafnvel þeir sem voru hættulega særðir, skreið undir runna og beið þar þangað til suðið hjaðnaði, en það hefur eflaust komið frá njósnara- eða veðurrannsóknar-vél. Það byrjaði að rigna. Frú Nakamura lét börnin vera kyrr undir regnhlífinni. Droparnir urðu óeðlilega stórir, og einhver hrópaði: „Bandaríkjamennirnir eru að kasta niður benzíni. Þeir ætla að kveikja í okkur!“ (Þessi ótti stafaði af einni af skýringum þeim sem gengið höfðu um garðinn á því hvers vegna Hiroshima hefði brunnið svo mjög: hún var á þá leið að ein vél hefði dreift benzíni yfir borgina og kveikt síðan einhvern veginn í því í einu vetfangi.) En droparnir voru greinilega vatn, og meðan þeir féllu varð vind- urinn hvassari og hvassari, og allt í einu geystist hvirfilbylur gegn- um garðinn — hann hefur sennilega stafað af hinu geysilega loft- streymi úr brennandi borginni. Risastór tré brotnuðu; smærri tré voru rifin upp með rótum og þeyttust upp í loftið. Hærra uppi hringsnerust ýmsir flatir munir í trylltri ringulreið í hvirfilstrókn- um— hlutar af járnþökum, pappír, hurðir, strábreiður. Faðir Kleinsorge lagði klút yfir augu föður Schiffers svo að hinn sár- sjúki maður héldi ekki að hann væri orðinn brjálaður. Rokið feykti frú Murata, forstöðukonu trúboðsins, sem sat rétt hjá ánni, niður bakkann á grunnum, ldettóttum stað, og hún óð upp úr aftur með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.