Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 109
HIROSHIMA 203 hafði suðutæki. í garðinum fékk herra Tanimoto lítið særðar grannkonur til að elda. Faðir Kleinsorge bauð Nakamura-fjöl- skyldunni grasker, og þau reyndu að borða það, en gátu ekki haldið því niðri. Alls nægðu hrísgrjónin til að metta um hundrað manns. Rétt áður en dimmt var orðið rakst herra Tanimoto á tvítuga stúlku, frú Kamai, sem var næsti nágranni Tanimoto-fjölskyldunn- ar. Hún húkti á jörðunni með lík litlu dóttur sinnar í fanginu. Barnið hafði auðsjáanlega verið dáið allan daginn. Frú Kamai spratt á fætur þegar hún sá herra Tanimoto og sagði: „Viljið þér gera svo vel að reyna að finna manninn minn?“ Herra Tanimoto vissi að maðurinn hennar hafði verið kvaddur í herinn einmitt daginn áður; þau hjónin höfðu verið hjá henni kvöldið áður til þess að hugga hana. Kamai hafði gefið sig frarn við aðalmiðstöð Chugoku-hersins — rétt hjá gamla kastalanum í miðri borginni — þar sem fjögur þúsund hermenn höfðu aðsetur. Eftir hinum mörgu særðu hermönnum að dæma sem herra Tani- moto hafði séð um daginn, gizkaði hann á að hermannaskálarnir hefðu orðið fyrir miklum skennndum af hinni dularfullu árás á Hiroshima. Hann vissi að hann hefði engin tök á að finna mann frú Kamai, þótt hann leitaði hans, en hann vildi hugga hana. „Eg skal reyna,“ sagði hann. „Þér verðið að finna hann,“ sagði hún. „Honum þótti svo vænt um barnið okkar. Hann verður að fá að sjá hana einu sinni enn.“ III Frekari atriði eru í rannsókn Snemma að kvöldi þess dags þegar sprengingin varð, fór japansk- ur herbátur hægt upp og niður hinar sjö árkvíslar í Hiroshima. Við og við nam hann staðar til þess að gefa tilkynningu — fyrir utan troðfull sandrif, þar sem sært fólk lá í hundraðatali; við brýrnar, þar sem aðrir hópar höfðu safnazt saman; og að lokum, þegar rökkva tók, andspænis Asano-garðinum. Ungur liðsforingi stóð í bátnum og hrópaði gegnum hátalara: „Verið þolinmóð! Spítala- skip er á leiðinni til að veita ykkur hjálp!“ Þessi gerðarlegi bátur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.