Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 118
212
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tók krók á leið sína kringum fallið tré, og þegar hann skyggndist
um eftir leið gegnum skóginn, heyrði hann rödd spyrja úr runn-
unum: „Hafið þér nokkuð að drekka?“ Hann sá einkennisbúning.
Af því að hann hélt að þetta væri aðeins einn hermaður, kom hann
nær með vatnið. Þegar hann var kominn í gegnum runnana, sá hann
að þar voru um tuttugu manns, og ásigkomulag þeirra allra var eins
og martröð: andlitin albrennd, augnatóftirnar voru tómar, bráðnuð
augun höfðu runnið niður kinnarnar. (Þeir hljóta að hafa horft
upp í loftið þegar sprengjan sprakk; ef til vill voru þeir loftvarnar-
liðsmenn.) Munnarnir voru aðeins þrútin, útgrafin sár, sem þeir
gátu ekki opnað svo mikið að hægt væri að hella úr tepottsstútnum
upp í þá. Faðir Kleinsorge náði því í stóran grasstöngul og dró úr
honum kjarnann til þess að búa til pípu, og gaf þeim öllum vatn
að drekka á þann hátt. Einn þeirra sagði: „Ég sé ekki neitt.“ Faðir
Kleinsorge svaraði eins uppörvandi og hann gat: „Það er læknir
við garðshliðið. Hann er önnum kafinn núna, en ég vona að hann
komi bráðlega og athugi augun í ykkur.“
Eftir þennan dag hefur föður Kleinsorge oft orðið hugsað til
þess hversu viðkvæmur hann var einu sinni gagnvart sársauka,
hvernig fingursár á einhverjum öðrum gat dregið úr honum allan
mátt. Samt var hann orðinn svo sljóvgaður þarna í garðinum að
skömmu eftir að honum var horfin þessi hræðilega sjón, nam hann
staðar á stíg við eina tjörnina og ræddi við lítið særðan mann um
það hvort óhætt myndi vera að eta feitan, tveggja feta langan
karfa sem flaut dauður í vatnsborðinu. Þeir komust að þeirri niður-
stöðu eftir nokkra athugun, að það myndi vera óviturlegt.
Faðir Kleinsorge fyllti ílátin í Jiriðja sinn og hélt aftur að ár-
bakkanum. Meðal dáinna og deyjandi sá hann þar unga konu með
nál og enda vera að gera við sloppinn sinn, sem hafði rifnað smá-
vægilega. Faðir Kleinsorge brá á glens við hana. „Ja, þér eruð
heldur betur fínar!“ sagði hann. Hún hló.
Hann var þreyttur og lagðist fyrir. Hann fór að tala við tvö
skemmtileg börn sem hann hafði kynnzt kvöldið áður. Hann fékk
að vita að ættarnafn þeirra var Kataoka; stúlkan var Jjrettán ára,
drengurinn fimm. Stúlkan hafði verið að leggja af stað út í rakara-
stofu þegar sprengjan féll. Þegar fjölskyldan Iagði af stað út í