Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 120
214 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hinir helgu menn ræddu þetta atriði þarna í garðinum innan um sært fólk sem var jafn þögult hinum látnu, og ákváðu að faðir Kleinsorge ætti að bera fram kröfuna, sem fyrrverandi starfsmað- ur trúboðshússins eyðilagða. Þegar hinir lögðu af stað með hand- vagninn kvaddi faðir Kleinsorge því Kataoka-börnin og þrammaði í leit að lögreglustöð. Óþreyttir, snyrtilegir lögreglumenn úr ann- arri borg voru á verði, og hópur óhreinna og ræksnislegra borgara þyrptist kringum þá og spurðu flestir um týnda ættingja. Faðir Kleinsorge fyllti út kröfueyðublað og lagði af stað gangandi gegn- um miðbik borgarinnar í áttina til Nagatsuka. Þá en ekki fyrr gerði hann sér fyllilega ljóst hversu víðtækt tjónið var; hann gekk fram hjá húsarústum eftir húsarústir, og þrátt fyrir allt sem hann hafði séð í garðinum varð hann agndofa. Þegar hann komst til klaustursins var hann orðinn veikur af þreytu. Síðasta verk hans áður en hann lét fallast á rúmið var að biðja einhvern að fara og ná í móðurlausu Kataoka-börnin. Samtals var ungfrú Sasaki tvo daga og tvær nætur í bráðabirgða- afdrepi sínu með brotinn fót ásamt hinum tveimur óhugnanlegu félögum sínum. Eina dægrastytting hennar var þegar menn komu að loftvarnarbyrgi verksmiðjunnar, og drógu lík upp úr þeim með kaðli, en það sá hún út undan einu horninu á afdrepi sínu. Fót- leggur hennar varð marglitur, bólginn og sundurgrafinn. Allan tímann var hún matar- og vatnslaus. Þriðja daginn, 8. ágúst, komu nokkrir vinir hennar, sem héldu að hún væri dáin, að leita að líki hennar og fundu hana. Þeir sögðu henni að móðir hennar, faðir hennar og litli bróðir hennar sem voru í Tamura-spítalanum, þar sem barnið var sjúklingur, þegar sprengingin varð, væru áreið- anlega öll dáin, því að spítalinn hefði tortímst gersamlega. Síðan yfirgáfu vinirnir hana og létu hana eina um að íhuga þessar fréttir. Síðar tóku nokkrir menn hana upp á höndum og fótum og báru hana drjúgan spöl að vörubíl. Vagninn ók um klukkutíma eftir ósléttum vegi, og ungfrú Sasaki, sem var orðin viss um að hún væri orðin ónæm fyrir sársauka, komst að raun um að svo var ekki. Mennirnir lyftu henni af bílnum við hjúkrunarstöð í Inokuchi- hverfinu, þar sem tveir herlæknar athuguðu hana. í sama svip og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.