Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 125
UMSAGNIR UM BÆKUR Romain Rolland: JÓHANN KRISTÓFER I—III. Þórarinn Björnsson íslenzkaði. — Útgefandi: Ileimskringla, Rvík 1947. Eg hef hvorki í hyggju að skrifa ritdóm um Jóhann Kristófer né freista þess að gera viðhlítandi grein fyrir höfundi hans, franska snillingnum og mannvininum Romain Rolland. Til allrar hamingju eru sum skáldverk svo stórfengleg, margþætt og fjölskrúðug, að fásinna væri að reyna að brjóta þau til mergjar í stuttum ritdómi. Þeir, sem góðum bókmenntum unna, njóta slíkra skáldverka án nokkurra leiðbeininga, hverfa til þeirra aftur og aftur og sjá þau ætíð í nýju ljósi. Þeim hefur stundum verið líkt við löng fljót og djúp, sem falla um ólík héruð til sævar. f hvert skipti sem við göngum með- fram þeim birtast okkur óvæntar sýnir. Speglanir, myndir og litir, sem við sáum ekki í gær, heilla okkur svo mjög í dag, að við kysum helzt að mega dveljast hjá þeim fram til sólarlags. Og væri þá ekki óþarft og hjákátlegt að hafa með sér leiðarvísi, þar sem lesa mætti ýmiss konar reglur og kenningar um það, hvernig við ættum að hlusta á straumhljóðið, hvar við ættum að staldra við í þessum töfraheimi, hvers við ættum að leita og hvað okkur bæri að hafa liugfast? Ég er hræddur um, að flestir gleymdu að hlýðnast slíkum leiðarvísi eða þættust vel geta komizt af án hans. Ef við hins vegar reyndum að fara eftir honum, væri mjög undir hælinn lagt, hvort við yrðum nokkru bættari. Hann gæti jafnvel villt um fyrir okkur og orðið okkur til tjóns. En því að eins sting ég niður penna að þessu sinni, að ég hef þráfaldlega óskað þess, að helztu rit Rollands yrðu þýdd og gefin út á íslenzku. Nú þegar Jóhann Kristófer hefur loks verið leiddur inn úr dyrunum, get ég ekki stillt mig um að bjóða hann velkominn, því að göfugri gest hefur naumast borið að garði íslenzkra lesenda. Þetta einstæða verk kom upphaflega út í tíu bindum á árunum 1904—12. Höfundinn skorti tvo í fertugt, þegar hann sendi frá sér fyrsta bindið. Hann var þá prófessor í tónlistarsögu við Sorbonne-háskóla. En áður en hann hóf að rita um barnæsku og unglingsár Jóhanns Kristófers í Þýzkalandi, hafði liann þegar samið allan miðkafla verksins, þar sem segir frá fyrstu kynnum söguhetjunnar af franskri menningu eins og hún birtist í París. Kafli þessi er að öðrum þræði hörð gagnrýni og ádeila á stefnur þær, sem þá voru efst á baugi í listum og menntum. Rolland hefur skýrt frá því, að hann hafi verið mjög einmana og þvingaður um þær mundir og fundið sárt til þess, eins og margir aðrir, að hann átti enga samleið með menningu samtíðar sinnar. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.