Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 137
UMSAGNIR UM BÆKUR 231 SONUR GULLSMIÐSINS Á BESSASTÖÐUM. Bréf til Gríms Thomsens og varðandi hann 1838 —1858. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Hlaðbúð. Rvík 1947. í bréfum húsfreyjunnar á Bessastöðum sem Finnur landsbókavörður Sig- mundsson gaf út í fyrra var brugðið upp eftirtektarverðri mynd af þessari merkilegu konu. Eitt af því sem mörgum mun hafa þótt fengur í að kynnast voru skoðanir hennar á námsferli Gríms Thomsens og þær áhyggjur sem hann bakaði foreldrum sínum með ógætni í fjármálum og skorti á stöðug- lyndi við námið. í bréfasafni því sem sami útgefandi hefur nú birt er náms- ferli Gríms og baráttu til frama og mannvirðinga lýst frá fleiri hliðum og margt dregið fram sem áður var ókunnugt. Meginstofn þessara bréfa eru frá foreldrum hans og systrum, en auk þess frá ýmsum þjóðkunnum mönnum, meðal þeirra flest og merkilegust frá Brynjólfi Péturssyni. Tæpur þriðjungur bréfanna er ekki til Gríms Thomsens sjálfs, heldur varð- andi hann að einhverju leyti. Eru það einkum bréf frá Þorgrími gullsmið til Gríms amtmanns og Finns Magnússonar, svo og tvö merkileg bréf frá Finni til Þorgríms, og loks þrjú bréf frá Grími Thomsen sjálfum til Gríms amt- manns og eitt til Jóns Sigurðssonar. Utgefandi hefur látið bréf Ingibjargar Jónsdóttur til sonar síns marka tímabilið sem hréfin fjalla um, og þau sýna Ijóslega hvernig áhyggjur hennar og kvíði um framtíð Gríms snúast smátt og smátt í þá fullvissu sem hún lýsir í lokaorðum síðasta bréfsins: „Eg lifi og dey með þá sannfæring, að eg eigi góðan og mikinn son.“ Bréf húsfreyjunnar á Bessastöðum mynda því að vissu leyti uppistöðu bókarinnar og gefa henni samhengi og stígandi. Mikill fengur er að bréfunum frá gullsmiðnum á Bessastöðum. Þau sýna les- andanum heilsteypta persónu og styðja ótvírætt þau ummæli sem höfð eru eftir Grími syni hans, að það hefði hann af föður sínum, er sér væri léð af veraldarviti og hagsýni. Engan þarf því að furða að gullsmiðnum hafi mis- líkað eyðslusemi sonar síns í Höfn, enda kvartar hann oft yfir því að Grímur sé þungur á fóðrunum. Eftir fjögra ára náin ákveður Þorgrímur að kalla son sinn heim eða stöðva að öðrum kosti allar greiðslur til hans. En þá hljóp Finnur Magnússon undir baggann eins og oft áður og síðar þegar íslenzkir stúdentar áttu í hlut. Hann gerði hvorttveggja að ljá Grími peninga til greiðslu á brýnustu skuldum og að skrifa Þorgrími og mæla svo með syni hans að Þorgrímur lét til leiðast að halda áfram að kosta Grím til náms, unz hann lauk meistaraprófi. En framlög Þorgríms entust Grími illa, og hvað eftir annað varð Finnur að koma honum til hjálpar, og þær skuldir voru ekki að fullu greiddar þegar Finnur dó. Augljóst er af bréfum þessum að framtak Finns réð úrslitum um námsferil Gríms, og er alls óvíst hvernig honum hefði reitt af ef Finns hefði ekki notið við. Sést hér sem víðar hver bjargvættur Finnur var löndum sínum og það jafnvel langt um efni fram. Þó að Þorgrímur væri strangur við son sinn, lét hann þó sannfærast af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.