Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 139
r
BÆKUR
handa börnum og unglingum
VÖKUNÆTUR eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli. I. Vornœtur.
II. Vetrarnœtur. — Beztu og rammíslenzkustu lýsingar sem til
eru á ævintýrum sveitadrengs á liðinni öld. Kynjaverur þjóð-
sagnanna, menn og skepnur, — allt verður þetta lifandi í frá-
sögn höfundar, sveipað bjarma íslenzkra vornótta og skuggum
skammdegisins. — Atli Már hefur teiknað myndir í háðar bæk-
urnar. — Verð 20 kr. hvort bindi.
HELGI OG HRÓAR og RAGNARS SAGA LOÐBRÓKAR með
myndum eftir Hedvig Collin. — íslenzkar fornaldarsögur hafa
lengi verið eitt vinsælasta lestrarefni íslenzkra bama og ungl-
inga, en aldrei hafa neinar þeirra komið út í eins glæsilegum
útgáfum og þessum. Helgi og Hróar er ævintýri, samið af Hedvig
Collin upp úr kafla úr Hrólfs sögu kraka, um hrakninga og
glæfraferðir konungssonanna tveggja, þangað til þeir komu
fram hefndum fyrir föður sinn. Ragnars saga loSbrókar er gefin
út óbreytt með núgildandi stafsetningu. — Helgi og Hróar 25
kr., Ragnar saga 28 kr., báðar í bandi.
KÖTTURINN SEM HVARF eftir Nínu Tryggvadóttur. Nýstár-
legasta bamabók sem lengi hefur sézt hér á landi. Klipptar
myndir í þremur litum, textinn í auðskildum og auðlærðum
vísum, hvorttveggja við hæfi yngstu lesendanna. Prentuð á stinn
spjöld. Verð 15 kr.
Bókabúð Máls og menningar
Laugavegi 19 . Sími 5055
____________________________________________/
V