Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG ME» I \ GAlt RITSTJÓRAR Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson Marz 1951 12. árgangur 1. hefti ÁVARP TIL FÉLAGSMANNA 011 þau ár sem Mál og menning hefur starfað hefur það verið föst stefna okkar að víkja ekki af þeim grundvelli sem félagið er reist á, að vera til stuðnings um bókakaup þeim sem minnst hafa efni. Hefur því félagsstjórnin, hve mikinn áhuga sem hún hefur haft á að auka útgáfuna, alltaf verið íhaldssöm varðandi árgjalds- hækkun, svo að henni hefur jafnvel stundum verið legið á hálsi fyrir. I stað þess að fara fram á hækkun árgjalds höfum við, í því skyni að hamla á móti síhækkandi verðlagi undanfarin ár, reynt að draga sem mest úr kostnaði við útgáfuna, t. d. sparað pappír eftir föngum með því að þétta og minnka letur bæði á bókunum og tímaritinu, minnka spássíur og auka þar með leturflötinn á hverri síðu. Við höfum heldur aldrei leyft okkur, ekki einu sinni á stríðsgróðatímunum, að greiða nema hófleg ritlaun, minnugir þess að við höfum ekki verið að fara með eigið fé, heldur framlög félagsmanna sem margir verða að spara við sig önn- ur nauðsynleg útgjöld til að geta keypt bækur Máls og menningar. Nú hefur verðlag hinsvegar þotið svo skyndilega upp úr öllu valdi, einkum vegna gengisfellingar og þar að auki hækkunar á pappírsverði erlendis um meira en helming, að stórhækkun á árgjaldi er óhjákvæmileg, svo framarlega sem Mál og menning á að geta haldið útgáfu sinni í horfinu. I síðasta tímaritshefti bar formaður fram tillögu við félagsmenn um að Mál og menning færi, einmitt þegar tímarnir harðna aftur, í sókn fyrir hönd alþýðu og yki útgáfustarfsemi sína og hækkaði árgjaldið upp í 100 krónur. Hann sagði þar m. a.: „Sennilega þykir það dirfskufull stefna og jafnvel hörkuleg að auka þá veru- lega útgjöld félagsmanna þegar þrengir í ári. En þó er svo reyndar ekki, ef rétt er á litið. Mál og menning er í eðli sínu samtök almennings til menningarlegrar varnar á þröngum árum. Þegar velmegun ríkir og menn hafa næga peninga er þeim sama þótt þeir kaupi bækur háu verði. Einmitt þegar herðir að bindast menn samtökum sér til vamar, þar á meðal til að spara sér útgjöld fyrir bókum, en án bóka er ekkert líf. Mál og menning er til þess stofnað að berjast með al- þýðu í fátækt hennar fyrir menningarlegu lífi, og því meira sem harðnar í ári því betur verður félagið að standa sig. Bráðum kemur að því að alþýða hefur ekki efni á að kaupa bækur á frjálsum markaði. Einmitt þá verður Mál og menning að geta hert sóknina, veitt félagsmönnum fleiri bækur með ódýrasta hætti.“ Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.