Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nema þeir sem hatrið á sósíalismanum hefur svipt vitinu láta sér heldur koma í hug að hugsjónir hans eða framvinda mannkynsins verði stöðv- uð með vopnavaldi, að unnt sé að kyrrsetja hugsjónir við nein landa- mörk eða afkróa þær með herstöðvum eða ímynduðu járntjaldi eða myrða þær í styrjöld. Hin eina leið mannkynsins til giftu og hagsæld- ar og framfara er vitaskuld leið friðarins, og hver sem vinna vill gagn því og þjóð sinni hver sem hún er hlýtur að vilja hera klæði á vopnin sem ætluð eru til að splundra þeirri lífsheild sem þjóðarstofninn á jörðinni allur er. Fyrir þjóð sem íslendinga var það jafnt fásinna og ógnarhætta sem glæpur að skipa sér í lið með styrj aldaröflum auð- valdsins og nýlendukúgurum í stað þess að gæta söguhelgrar venju og halda djarft á loft fána friðarins, láta sér umhugað friðsamlega sam- búð og viðskipti við allar þjóðir, en ljá engu ríki fangstaðar á landi sínu, horfa athugulum vitrum augum á heimsmálin, láta flæða um sig alla strauma, snúast ekki gegn framþróun tímans, heldur færa sér í nyt ávexti hennar, eins og þeir hagnýttu sér ávexti auðvaldsþróunarinn- ar framan af þessari öld. 12 Framundan bíður nú Islendinga ekki aðeins að sjá og skilja hvar þeir eru staddir og hvert þeir hafa verið leiddir og þar með endurskoða alla afstöðu sína til þjóðmála, heldur jafnframt að sameinast í nýrri sjálfstæðisbaráttu um það markmið að vinna ísland aftur í hendur ís- lendinga. Enginn skal halda, hvar sem hann stendur í flokki eða stöðu, að hann géti til lengdar flúið undan því að koma fram í dagsljósið og taka afstöðu til þjóðfrelsismálstaðar íslands. Neyðin mun sækja hann heim og samvizkan naga hann, þar til hann þreytist á því fyrir sjálfum sér að vera mannleysa og samsekur um það, að þjóðin sem hann er hluti af sé niðurlægð og troðin ofan í fátækt og eymd. Eftir þjóðfé- lagsaðstæðum nútímans er verkalýðsstéttin sjálfkjörin til forystu þeg- ar við nú öðru sinni verðum að bjarga landi okkar úr erlendum greip* um. En þó að ætlun auðstéttarinnar sé að láta verkalýðinn og aðra al- þýðu bera þjáninguna af hinni nýju undirokun, þurfa ekki millistéttirn- ar, ekki embættismannahópurinn, ekki borgarastéttin sjálf að ímynda sér að þær sleppi við afleiðingar þess að landið er lagt í fjötra. Hver
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.