Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 35
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ • í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ 25 Okkur má ekki yfirsjást að taka þann lið með í reikninginn, að í sumum löndum Vestur-Evrópu eru róttæku öflin orðin geysilega sterk, til dæmis í Frakklandi og á Ítalíu. í þessum löndum myndi blossa upp harðvítugur skæruhernaður undireins og styrjöld hæfist milli austurs og vesturs. Þeir kraftar tækju höndum saman við alþýðuherina, þegar þeir flæddu inn í löndin, og fólkið, þessar þrautpíndu miljónir undan stríðssköttum og arðráni, myndu steypa kúgurunum úr valdastólum og skipuleggja nýja stjórnarhætti, meira eða minna sósíalistiska, koma í snatri upp öflugum alþýðuherjum, sem berjast myndu hlið við hlið með alþýðuherjunum úr austri, og allur hergagnaiðnaður á þessum svæðum meginlandsins gengi tafarlaust í þjónustu þeirrar frelsisbar- áttu. Þarna gerðist sama sagan og í nýsósíalistisku ríkjunum í Austur- Evrópu undir lok síðustu heimsstyrjaldar. Eftir þessa byltingu á miklum hluta meginlands Vestur-Evrópu yrðu England og Spánn undirorpin linnulausum lofthernaði, ef þau héldu styrjöldinni áfram. Og þau átök myndu enda á þann veg, að þau gæfust upp fyrir innrásarherjum alþýðuríkjanna eða innanlandsuppreisnum sinna eigin þegna. Vígbúnaður Vestur-Þýzkalands, sem nú er í uppsiglingu, myndi efa- laust seinka nokkuð för alþýðuherjanna vestur yfir meginlandið. En þungur grunur leikur á, að margir Vesturþjóðverjar muni ekki berjast af öllu meiri skerpu gegn löndum sínum, Austurþjóðverjunum, en Suður- Kóreumenn börðust gegn Norður-Kóreubúum eða Borgfirðingar berð- ust gegn Mýramönnum. Það er farið að síast inn í Vestur-Þýzkaland og sá leki vex með hverju misseri, að ástandið í Austur-Þýzkalandi sé ekki eins bölvað og svarti áróðurinn kappkostar að telja fólki trú um. Þannig horfir vígstaðan við í stórum dráttum í Vestur-Evrópu í næstu heimsstyrjöld, að því er bezt verður séð. Sumir ástvinir nýrrar styrjaldar milli austurs og vesturs eru að gera sér vonir um, að auð- valdsherjunum takist síðar meir að gera sigursæla innrás á meginland- ið, áður en Spánn og Bretland falli. Slíkar vonir hafa öll rök með sér — nema skynsemina. Þær eru örvæntingarstímúlans sigraðs manns. Rauð Evrópa austan frá Úralfjöllum vestur til Pýrenafjalla er ósigr- andi. Og þetta er meira að segja ekki allt meginlandið. Það er svolítill skeki eftir ennþá. Hann heitir Asía. Meginþorri þeirra þjóða, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.