Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 35
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ • í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ
25
Okkur má ekki yfirsjást að taka þann lið með í reikninginn, að í
sumum löndum Vestur-Evrópu eru róttæku öflin orðin geysilega sterk,
til dæmis í Frakklandi og á Ítalíu. í þessum löndum myndi blossa upp
harðvítugur skæruhernaður undireins og styrjöld hæfist milli austurs
og vesturs. Þeir kraftar tækju höndum saman við alþýðuherina, þegar
þeir flæddu inn í löndin, og fólkið, þessar þrautpíndu miljónir undan
stríðssköttum og arðráni, myndu steypa kúgurunum úr valdastólum og
skipuleggja nýja stjórnarhætti, meira eða minna sósíalistiska, koma í
snatri upp öflugum alþýðuherjum, sem berjast myndu hlið við hlið
með alþýðuherjunum úr austri, og allur hergagnaiðnaður á þessum
svæðum meginlandsins gengi tafarlaust í þjónustu þeirrar frelsisbar-
áttu. Þarna gerðist sama sagan og í nýsósíalistisku ríkjunum í Austur-
Evrópu undir lok síðustu heimsstyrjaldar.
Eftir þessa byltingu á miklum hluta meginlands Vestur-Evrópu yrðu
England og Spánn undirorpin linnulausum lofthernaði, ef þau héldu
styrjöldinni áfram. Og þau átök myndu enda á þann veg, að þau gæfust
upp fyrir innrásarherjum alþýðuríkjanna eða innanlandsuppreisnum
sinna eigin þegna.
Vígbúnaður Vestur-Þýzkalands, sem nú er í uppsiglingu, myndi efa-
laust seinka nokkuð för alþýðuherjanna vestur yfir meginlandið. En
þungur grunur leikur á, að margir Vesturþjóðverjar muni ekki berjast af
öllu meiri skerpu gegn löndum sínum, Austurþjóðverjunum, en Suður-
Kóreumenn börðust gegn Norður-Kóreubúum eða Borgfirðingar berð-
ust gegn Mýramönnum. Það er farið að síast inn í Vestur-Þýzkaland
og sá leki vex með hverju misseri, að ástandið í Austur-Þýzkalandi sé
ekki eins bölvað og svarti áróðurinn kappkostar að telja fólki trú um.
Þannig horfir vígstaðan við í stórum dráttum í Vestur-Evrópu í
næstu heimsstyrjöld, að því er bezt verður séð. Sumir ástvinir nýrrar
styrjaldar milli austurs og vesturs eru að gera sér vonir um, að auð-
valdsherjunum takist síðar meir að gera sigursæla innrás á meginland-
ið, áður en Spánn og Bretland falli. Slíkar vonir hafa öll rök með sér
— nema skynsemina. Þær eru örvæntingarstímúlans sigraðs manns.
Rauð Evrópa austan frá Úralfjöllum vestur til Pýrenafjalla er ósigr-
andi.
Og þetta er meira að segja ekki allt meginlandið. Það er svolítill
skeki eftir ennþá. Hann heitir Asía. Meginþorri þeirra þjóða, sem