Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 41
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ ■ í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ 31 yfir, að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitti kjarnorkuvopnum, fremji brot gegn mannkyninu og geri sig seka um stríðsglæpi. Þetta er meginefni Stokkhólmsávarpsins svo nefnda, sem nú hefur verið samþykkt og undirritað af 500 miljónum manna í öllum löndum heims, en það mun vera nálægt fjórði hluti mannkynsins. Nú hefði mátt ætla, að hver maður, sem ekki væri beinlínis afráðinn 1 að myrða sjálfan sig og sína, tæki þeirri kröfu tveim höndum, að menn séu ekki drepnir með atómsprengj um, jafnvel úr hvaða átt, sem sú krafa kæmi. En svo mannúðlegum skilningi á lífinu hafa þessar sam- þykktir fulltrúa 72 þjóða ekki átt að fagna í auðvaldslöndunum. Engin fyrirbæri, sem litið hafa ljós dagsins í seinni tíð, hafa verið jafnhötuð, afflutt og ofsótt sem friðarsamtökin og Stokkhólmsávarpið. Bandaríkjaauðvaldið, verðbréfabarónarnir í Wall Street og þjónar þeirra um allar jarðir, háir og lágir, hafa rekið upp þvílíkt ramakvein og ausið út hinum svartasta lygaáróðri gegn friðarhreyfingunni og Stokkhólmsávarpinu, — auðvitað til þess að hræða fólk frá að taka þátt í friðarsamtökunum og undirrita ávarpið. Þessi rógur er fluttur í því formi, að þeir, sem að samtökunum og ávarpinu' standi, séu eintóm- ir kommúnistar. Þetta sé lymskuleg áróðursherferð í þágu Rússa, af því að þeir hafi verri atómsprengj ur en Bandaríkjamenn. Með þessu eigi að „reka rýtinginn í bakið á lýðræðisþjóðunum“, og þar fram eft- ir götunum. Og svo er hamrað á því í hverju auðvaldsblaði, á ráð- herrafundum og í útvarpi, að tilvera Vestur-Evrópu og annara „lýð- ræðisríkja“ sé undir því komin í framtíðinni, að þau hervæðist af kappi til þess að hrinda af sér fyrirhugaðri árás Rússa. En samtímis hafa pólitískir forustumenn Englands og Bandaríkjanna lýst yfir því opinberlega æ ofan í æ, að Rússar séu miklu sterkari hernaðarlega en Vestur-Evrópuþjóðirnar og Ameríka. Nú hlýtur hver maður að spyrja sjálfan sig, jafnvel þó að hann gnæfi ekki hærra í rökréttum hugsunargangi en að geta lagt saman 2 og 2: Fyrst Rússar eru miklu hernaðarlega sterkari en Vestur-Evrópuþjóð- irnar og Bandaríkin og ef þeir búa yfir árás á Vestur-Evrópu, hvernig stendur þá á því, að þeir eru ekki búnir að framkvæma þessa árás? Það vita allir, að Vestur-Evrópa hefur verið öll síðastliðin fimm ár svo sundruð og veik fyrir hernaðarlega, að Rússum hefði verið leikur að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.