Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 41
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ ■ í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ
31
yfir, að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitti kjarnorkuvopnum, fremji
brot gegn mannkyninu og geri sig seka um stríðsglæpi.
Þetta er meginefni Stokkhólmsávarpsins svo nefnda, sem nú hefur
verið samþykkt og undirritað af 500 miljónum manna í öllum löndum
heims, en það mun vera nálægt fjórði hluti mannkynsins.
Nú hefði mátt ætla, að hver maður, sem ekki væri beinlínis afráðinn
1 að myrða sjálfan sig og sína, tæki þeirri kröfu tveim höndum, að menn
séu ekki drepnir með atómsprengj um, jafnvel úr hvaða átt, sem sú
krafa kæmi. En svo mannúðlegum skilningi á lífinu hafa þessar sam-
þykktir fulltrúa 72 þjóða ekki átt að fagna í auðvaldslöndunum.
Engin fyrirbæri, sem litið hafa ljós dagsins í seinni tíð, hafa verið
jafnhötuð, afflutt og ofsótt sem friðarsamtökin og Stokkhólmsávarpið.
Bandaríkjaauðvaldið, verðbréfabarónarnir í Wall Street og þjónar
þeirra um allar jarðir, háir og lágir, hafa rekið upp þvílíkt ramakvein
og ausið út hinum svartasta lygaáróðri gegn friðarhreyfingunni og
Stokkhólmsávarpinu, — auðvitað til þess að hræða fólk frá að taka
þátt í friðarsamtökunum og undirrita ávarpið. Þessi rógur er fluttur í
því formi, að þeir, sem að samtökunum og ávarpinu' standi, séu eintóm-
ir kommúnistar. Þetta sé lymskuleg áróðursherferð í þágu Rússa, af
því að þeir hafi verri atómsprengj ur en Bandaríkjamenn. Með þessu
eigi að „reka rýtinginn í bakið á lýðræðisþjóðunum“, og þar fram eft-
ir götunum. Og svo er hamrað á því í hverju auðvaldsblaði, á ráð-
herrafundum og í útvarpi, að tilvera Vestur-Evrópu og annara „lýð-
ræðisríkja“ sé undir því komin í framtíðinni, að þau hervæðist af
kappi til þess að hrinda af sér fyrirhugaðri árás Rússa. En samtímis
hafa pólitískir forustumenn Englands og Bandaríkjanna lýst yfir því
opinberlega æ ofan í æ, að Rússar séu miklu sterkari hernaðarlega en
Vestur-Evrópuþjóðirnar og Ameríka.
Nú hlýtur hver maður að spyrja sjálfan sig, jafnvel þó að hann
gnæfi ekki hærra í rökréttum hugsunargangi en að geta lagt saman
2 og 2:
Fyrst Rússar eru miklu hernaðarlega sterkari en Vestur-Evrópuþjóð-
irnar og Bandaríkin og ef þeir búa yfir árás á Vestur-Evrópu, hvernig
stendur þá á því, að þeir eru ekki búnir að framkvæma þessa árás?
Það vita allir, að Vestur-Evrópa hefur verið öll síðastliðin fimm ár svo
sundruð og veik fyrir hernaðarlega, að Rússum hefði verið leikur að