Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 42
32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hernema hana á nokkrum dögum eða fáum vikum. Hvers vegna hafa
þeir ekki þegar gert þaö, ef þeir ætla sér að gera það? Hvers vegna eru
þeir að bíða eftir því, sem nú er í uppsiglingu, að öll Vestur-Evrópa
standi altilbúin grá fyrir járnum? Hvers vegna vilja þeir heldur ráð-
ast á sterka Vestur-Evrópu og bíða mikið afhroð á mönnum og her-
gögnum heldur en að ráðast á veika Vestur-Evrópu og bíða lítið afhroð
á mönnum og hergögnum? Sýndi hernaðarlist Rússa það í síðasta stríði,
að þeir séu þvílíkir molbúar að vitsmunum? Eða þykir þeim svona gam-
an að láta drepa sig og sólunda dýrum hergögnum að óþörfu?
Svo er önnur spurning, sem óhjákvæmilega hlýtur að vakna með
hverjum manni, sem kann að leggja saman 2 og 2:
Rússar hafa margsinnis borið upp þá tillögu á fundum sameinuðu
þjóðanna, að hafin verði almenn afvopnun, sem fram fari undir ströngu
eftirliti alþjóðlegrar nefndar, skipaðrar af sameinuðu þjóðunum. Þess-
ar tillögur hafa auðvaldsríkin ævinlega fellt.
Hvernig er hægt að skilja það, að þjóð, sem þannig hefur barizt fyr-
ir almennri afvopnun í hart nær sex ár, sé að búa sig undir árásar-
styrjöld, en þjóðir, sem í hart nær sex ár hafa barizt á móti afvopnun
séu að vinna fyrir friðinn? Hvers vegna tryggja þær ekki einmitt frið-
inn með því að grípa Rússa á orðinu í stað þess að leggja á þjóðirnar
sívaxandi drápsbyrðar með síaukinni hergagnaframleiðslu? Er hugsan-
legt, að þær ímyndi sér, að þessar afvopnunartillögur Rússa séu eintóm-
ur skrípaleikur? Er það samrýmanlegt ósjúkri skynsemi, að þjóð, sem
horft hefur á mikinn hluta lands síns í rjúkandi auðn í síðustu heims-
styrjöld og veit þar á ofan, að mestallur auðvaldsheimurinn er að undir-
búa nýja árás á hana, leiki því líkt alvöruleysi í friðarmálum að vilja
ekki almenna afvopnun?
Og hvort er meiri friðarandi ríkjandi innan þess þjóðskipulags, sem
ekki hefur hleypt af einu einasta skoti síðan í stríðslok 1945, eða þeirra
stjórnarhátta, sem öll þessi ár hafa staðið í blóðugum kúgunarstyrjöld-
um og manndrápum, eins og til dæmis ríkisstjórnir Englands, Frakk-
lands, Hollands og Bandaríkjanna, þvert ofan í hátíðleg loforð, sem þau
gáfu í Atlantshafsyfirlýsingunni nafnfrægu sumarið 1941 ?
Þannig spyrja þeir, sem kunna að leggja saman 2 og 2. Ég veit ekki,
hvernig þeir hafa fengið þessum spurningum svarað eða hvort þeim