Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 46
36 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR létt og nýlenduþjóðirnar látnar sjálfráðar um að velja sér stjórnskipu- lag- Að ekki skuli enn á nýjan leik blásið að styrjaldarbáli í gróðrarstíu ófriðarins, Þýzkalandi. Að bönnuð skuli kjarnorkuvopn, sýkla- og eiturvopn, geislavirk vopn og önnur múgmorðstæki. Að hafin skuli barátta fyrir allsherjarafvopnun. Að sett skuli lög, sem þaggi niður stríðsáróður. Fyrir þessum samþykktum mun friðarhreyfingin heyja skelegga bar- áttu í öllum löndum og öllum álfum heims með síauknu fjöldafylgi og sívaxandi afli, og þar verður engin linun á fyrr en myrkralýður stríðs- æsinganna stendur uppi einangraður og fyrirlitinn eins og sneyptur rakki og friður og ró eru tryggð um alla jörð, ef tími vinnst til. Þessi barátta er ekki eins vonlaus og margir virðast halda hér á landi. Þjóðunum austanmegin Atlantshafsins sýnist vera farið að verða það nokkru ljósara en áður, niður í hvílíkt tortímingaröngþveiti heimskapi- talisminn er að troða þeim. Sá skilningur er meðal annars fyrir áhrif frá friðarhreyfingunni. Og ýmsir hyggnir menn í Bandaríkjunum eru nú teknir að efast um, að þessar þjóðir verði eins auðginntar út í árás- arstyrjöld, sem ráðamenn þar vestra höfðu talið sér trú um. Og er það furða? Það er runnið upp fyrir hverjum heilvita Eng- lendingi, Frakka og Þjóðverja, að ný heimsstyrjöld leiðir algerða glöt- un yfir lönd þeirra. Og þessar þjóðir eru ekki enn búnar að gleyma því, hvað loftárás er. Sams konar uppskeru eigum við íslendingar í vændum, ef við Ijáum stríðsöflum herstöðvar á landi voru. Finnst ykkur hún æskileg? Ætt- um við ekki heldur að manna okkur upp í að skipuleggja öflug samtök alþjóðar gegn stríði og herstöðvum á íslenzkri jörð og kveða niður stríðsáróðurinn, sem hér er þeyttur þindarlaust í blöðum og útvarpi, þangað til fávitarnir, sem fyrir þeirri glæpaiðju standa finna sig for- dæmda í landinu? Með því friðuðum við þó að minnsta kosti sam- vizku okkar, svo að við þyrftum ekki að reyta af okkur hárið í örvænt- ingu, þegar „marar í hafinu moldin auð / og myrkur alda á Hólman- um náttar sig.“ Ég veit, að þið setjið allt ykkar traust á tæknilega yfirburði Banda- ríkjanna í nýrri heimsstyrjöld, og til hennar mæna allar ykkar gullnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.