Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 46
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
létt og nýlenduþjóðirnar látnar sjálfráðar um að velja sér stjórnskipu-
lag-
Að ekki skuli enn á nýjan leik blásið að styrjaldarbáli í gróðrarstíu
ófriðarins, Þýzkalandi.
Að bönnuð skuli kjarnorkuvopn, sýkla- og eiturvopn, geislavirk vopn
og önnur múgmorðstæki.
Að hafin skuli barátta fyrir allsherjarafvopnun.
Að sett skuli lög, sem þaggi niður stríðsáróður.
Fyrir þessum samþykktum mun friðarhreyfingin heyja skelegga bar-
áttu í öllum löndum og öllum álfum heims með síauknu fjöldafylgi og
sívaxandi afli, og þar verður engin linun á fyrr en myrkralýður stríðs-
æsinganna stendur uppi einangraður og fyrirlitinn eins og sneyptur
rakki og friður og ró eru tryggð um alla jörð, ef tími vinnst til.
Þessi barátta er ekki eins vonlaus og margir virðast halda hér á landi.
Þjóðunum austanmegin Atlantshafsins sýnist vera farið að verða það
nokkru ljósara en áður, niður í hvílíkt tortímingaröngþveiti heimskapi-
talisminn er að troða þeim. Sá skilningur er meðal annars fyrir áhrif
frá friðarhreyfingunni. Og ýmsir hyggnir menn í Bandaríkjunum eru
nú teknir að efast um, að þessar þjóðir verði eins auðginntar út í árás-
arstyrjöld, sem ráðamenn þar vestra höfðu talið sér trú um.
Og er það furða? Það er runnið upp fyrir hverjum heilvita Eng-
lendingi, Frakka og Þjóðverja, að ný heimsstyrjöld leiðir algerða glöt-
un yfir lönd þeirra. Og þessar þjóðir eru ekki enn búnar að gleyma
því, hvað loftárás er.
Sams konar uppskeru eigum við íslendingar í vændum, ef við Ijáum
stríðsöflum herstöðvar á landi voru. Finnst ykkur hún æskileg? Ætt-
um við ekki heldur að manna okkur upp í að skipuleggja öflug samtök
alþjóðar gegn stríði og herstöðvum á íslenzkri jörð og kveða niður
stríðsáróðurinn, sem hér er þeyttur þindarlaust í blöðum og útvarpi,
þangað til fávitarnir, sem fyrir þeirri glæpaiðju standa finna sig for-
dæmda í landinu? Með því friðuðum við þó að minnsta kosti sam-
vizku okkar, svo að við þyrftum ekki að reyta af okkur hárið í örvænt-
ingu, þegar „marar í hafinu moldin auð / og myrkur alda á Hólman-
um náttar sig.“
Ég veit, að þið setjið allt ykkar traust á tæknilega yfirburði Banda-
ríkjanna í nýrri heimsstyrjöld, og til hennar mæna allar ykkar gullnu