Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 49
MEÐ FRIÐI LIFUM VIÐ • í STYRJÖLD DEYJUM VIÐ
39^
að' hann fái ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það er ekkert Wall
Street til á himnum.
Eg enda svo erindi mitt með þessum viðvörunarorðum til allra ís-
lendinga, þeirra, sem ekki eru þegar staðráðnir í að fórna lífi sínu og
sinna fyrir auðvald Bandaríkjanna:
Með friði lifum við. í styrjöld deyjum við.
Ávarp til þjóða jarðarinnar
Samþykkt á II. heimsfriðarþinginu í Varsjá 22. nóv. 1950
Styrjöld ógnar mannkyninu, hverju bami, hverri konu, hverjum manni.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki reynzt vaxnar þeim vonum er fólk ber til þeirra,
að tryggja frið og öryggi.
Ilvert mannslíf, allur menningararfur mannkynsins, er í hættu.
Fólkið treystir því í lengstu lög að Sameinuðu þjóðimar snúi eindregið aftur tiL
þess megintilgangs að tryggja frelsi, frið og gagnkvæma virðing allra þjóða.
En meir og meir hallast þjóðir heimsins að því að treysta framar öðru sjálfumi sery
einbeitni sinni og friðarvilja.
Þú, sem lest þetta ávarp, birt í nafni áttatíu þjóða, sem fulltrúa áttu á heimsfrið-
arþinginu í Varsjá, mátt aldrei gleyma því að baráttan fyrir friði er líka þín bar-
átta. Þú skalt vita að hundruð miljóna manna biðja þig að leggja lið göfugustu bar-
áttu sem sigurvisst mannkyn hefur háð.
Vér öðlumst ekki frið fyrirhafnarlaust. Við verðum að vinna til hans.
Legg þú þinn vilja við okkar vilja til að krefjast þess að hætt verði stríðinu sem
geisar í Kóreu, og kann að tendra heimsstyrjöld. Veittu okkur lið til að varna því
að sæði stríðsins verði sáð á ný í Þýzkalandi og Japan.
Asamt þeim 500 miljónum manna sem undirrituðu Stokkhólmsávarpið krefjumst
við útrýmingar kjamorkuvopna, almennrar afvopnunar og eftirlits með framkvæmd
þeirra mála. Strangt eftirlit með almennri afvopnun og eyðileggingu kjamorku-
vopna er tæknilega framkvæmanlegt. Það sem vantar er viljinn til að framkvæma
það.
Við krefjumst þess að stríðsáróður verði bannaður að lögum.
Vinnum friðartillögum heimsfriðarþingsins fylgi allra þjóðþinga og allsherjar-
þings sameinuðu þjóðanna.
Friðaröfl heimsins eru nógu öflug, rödd frjálsra manna nógu sterk til að komið
verði á fundi fulltrúa stórveldanna fimm.
Annað heimsfriðarþingið sannar með óvefengjanlegu sönnunarafli, að karlar og
konur, komin úr hinum fimm álfum jarðarinnar, geta komið sér saman, þrátt fyrir
sundurleitustu skoðanir, í því skyni að eyða böli styrjalda og viðhalda friði.
Fylgi ríkisstjómirnar því fordæmi er friði borgið!