Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 50
40 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ávarp til Sameinuðu þjóðanna Samþykkt á II. heimsjriSarþinginu í Varsjá 22. nóv. 1950 Þegar þjóðir heims stofnuðu bandalag sameinuðu þjóðanna tengdu þær við það miklar vonir. Stærst af þeim var vonin um frið. En þó ekki sé lengra um liðið raskar styrjöld í dag friðsömu starfi margra þjóða ■og ógnar morgundeginum með friðrofi um alla jörð. Ef ekki hefur rætzt sú háleita von sem þjóðir heims hver og ein tengdu við banda- Jagið, bæði þær sem eiga þar stjórnarfulltrúa og hinar sem standa utan við; ef Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki tryggt mannkyninu öryggi og frið, er ástæðan sú að þær hafa látið öfl hafa áhrif á sig sem virt hafa ekki þá einu stefnu sem leiðir til alheimsfriðar: viðleitnina til almenns samkomulags. Ef Sameinuðu þjóðirnar eiga að gera að veruleik þær vonir sem almenningur heims hefur frá upphafi borið til þeirra, verða þær að hverfa aftur að þeirri stefnu sem þjóðirnar ákváðu bandalaginu þegar það var stofnað, og sem fyrsta skref í þá átt ber þeim að sjá um að kallaður verði saman svo fljótt sem unnt er fundur með stórveldunum fimm: Alþýðulýðveldi Kína, Frakklandi, Stórabretlandi, Bandaríkj- um Ameríku og Ráðstjórnarlýðveldunum, til að rannsaka niður í kjölinn þau á- ^reiningsmál sem eru og finna friðsamlega lausn á þeim. Annað þing heimsfriðarhreyfingarinnar, skipað fulltrúum áttatíu og eins lands, •sem bera fram hinar sönnu óskir mannkynsins um frið, krefst þess að Sameinuðu þjóðirnar og þjóðþingin sem ríkisstjórn hvers lands er ábyrg gagnvart taki þegar itil meðferðar þær tillögur sem hér fara á eftir og gerðar eru til að endurvekja gagn- kvæmt traust milli allra þjóða, hvaða stjórnskipulag sem þær aðhyllast, og til þess iað vernda frið í heiminum og að koma aftur á friði þar sem rofinn hefur verið: 1. Með þá staðreynd fyrir augum að stríðið sem nú geisar í Kóreu leiðir ekki að- eins þjáningar meiri en orð fái lýst yfir kóresku þjóðina, heldur getur þá og þegar orðið að almennri styrjöld, krefjumst vér þess að vopnaviðskiptum sé tafarlaust hætt, erlendir herir fluttir á brott og leitað friðsamlegrar lausnar hinna alþjóðlegu átaka innan Kóreu, með þátttöku fulltrúa kóresku þjóðarinnar. Vér krefjumst þess að kóreumálið verði tekið fyrir af öryggisráðinu fullskipuðu, það er að segja að meðtöldum hinum löglega fulltrúa Alþýðulýðveldis Kína. Vér berum fram þá áskorun að hætt verði íhlutun bandaríkjahers varðandi kín- versku eyjuna Formósu (Taiwan) og bundinn sé endir á ófriðinn við lýðveldið Viet Nam, þar sem hernaðaraðgerðir þessar fela í sér hættu á heimsstyrjöld. 2. Vér vítum afdráttarlaust hverja tilraun og hverja ráðstöfun sem gerðar eru til .að rifta alþjóðlegu samkomulagi um bann við endurvopnun Þýzkalands og Japans. Allar slíkar tilraunir og aðgerðir eru alvarleg ógnun við heimsfriðinn. Vér leggjum áherzlu á þá kröfu vora að friðarsamningar séu gerðir við sameinað og afvopnað Þýzkaland, og einnig við Japan, og að hernámsliðið sé flutt á burt úr báðum þessum löndum. 3. Vér teljum ofbeldisaðgerðir þær, sem hafðar eru í frammi til að halda þjóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.