Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 53
HEIMIR ÁSKELSSON:
George Bernard Shaw
F. 26. júlí 1856 ■ D. 1. nóv. 1950
Bemard Shaw mun íslenzkum lesend-
um betur kunnur af afspurn sem persóna
í heimsbókmenntunum, sérvitringur og
háðfugl, er blöðin taka eftir hnyttnar
glósur og setningar, heldur en af verkum
hans sjálfs. Fátt hefur verið þýtt eða leik-
ið eftir hann á íslenzka tungu. Engu að
síður á slíkur jöfur á sviði hins ritaða
máls og nútímahugsunar skilið, að minn-
ingu hans sé sómi sýndur í tímariti um
bókmenntir, þó að í greinarstúfi sem þess-
um verði aðeins stiklað á steinum.
Shaw fæddist í Dublin á írlandi og ól
þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Sökum
uppeldis síns (faðir hans var drykkju-
maður, en móðir hans helgaði sönglist-
inni krafta sína og lét sig heimilislífið og
uppeldi barna sinna í minna Iagi skipta)
komst hinn ungi Shaw snemma upp á að
fara sinna eigin ferða í hugsun og hætti.
lífi millistéttarinnar í Dublín. I London hóf hann ritstörf sín, fyrst sem tónlistar-
gagnrýnandi fyrir blað nokkurt (The Hornet). Á árunum 1878—1883 skrifaði
hann fimm skáldsögur, en fékk hvergi útgefanda að þeim. Árið 1884 gekk hann í
Tvítugur hélt hann til Lundúna, eftir að hafa fengið sig saddan af hinu þrönga
félagsskap hægfara sósíalista, The Fabian Society, og hóf stjómmálaferil sinn í
nánu samstarfi við Sidney Webb. Varð hann fyrir miklum áhrifum við lestur ým-
issa rita um þjóðfélagsmál, einkum rita Karls Marx, sömuleiðis heimspeki
Nietzsches, tónlist Wagners og leikrita Ibsens. Varð hann nú brátt þekktur sem
ræðumaður, lista- og bókmenntagagnrýnandi.
Árið 1892 var fyrsta leikrit Shaws, Widowers’ Houses, leikið í London. Með
því hófst ferill Shaws sem leikritahöfundar. Hann hafði nú fundið það form, sem
honum hæfði til að koma hugsunum sínum og hugmyndum á framfæri, og næstu
tíu árin vann hann sér öruggan sess á sviði leikritunar. Þeim sess hélt hann til
dauðadags. Hann hélt áfram að semja leikrit allt fram í andlátið.