Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 53
HEIMIR ÁSKELSSON: George Bernard Shaw F. 26. júlí 1856 ■ D. 1. nóv. 1950 Bemard Shaw mun íslenzkum lesend- um betur kunnur af afspurn sem persóna í heimsbókmenntunum, sérvitringur og háðfugl, er blöðin taka eftir hnyttnar glósur og setningar, heldur en af verkum hans sjálfs. Fátt hefur verið þýtt eða leik- ið eftir hann á íslenzka tungu. Engu að síður á slíkur jöfur á sviði hins ritaða máls og nútímahugsunar skilið, að minn- ingu hans sé sómi sýndur í tímariti um bókmenntir, þó að í greinarstúfi sem þess- um verði aðeins stiklað á steinum. Shaw fæddist í Dublin á írlandi og ól þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Sökum uppeldis síns (faðir hans var drykkju- maður, en móðir hans helgaði sönglist- inni krafta sína og lét sig heimilislífið og uppeldi barna sinna í minna Iagi skipta) komst hinn ungi Shaw snemma upp á að fara sinna eigin ferða í hugsun og hætti. lífi millistéttarinnar í Dublín. I London hóf hann ritstörf sín, fyrst sem tónlistar- gagnrýnandi fyrir blað nokkurt (The Hornet). Á árunum 1878—1883 skrifaði hann fimm skáldsögur, en fékk hvergi útgefanda að þeim. Árið 1884 gekk hann í Tvítugur hélt hann til Lundúna, eftir að hafa fengið sig saddan af hinu þrönga félagsskap hægfara sósíalista, The Fabian Society, og hóf stjómmálaferil sinn í nánu samstarfi við Sidney Webb. Varð hann fyrir miklum áhrifum við lestur ým- issa rita um þjóðfélagsmál, einkum rita Karls Marx, sömuleiðis heimspeki Nietzsches, tónlist Wagners og leikrita Ibsens. Varð hann nú brátt þekktur sem ræðumaður, lista- og bókmenntagagnrýnandi. Árið 1892 var fyrsta leikrit Shaws, Widowers’ Houses, leikið í London. Með því hófst ferill Shaws sem leikritahöfundar. Hann hafði nú fundið það form, sem honum hæfði til að koma hugsunum sínum og hugmyndum á framfæri, og næstu tíu árin vann hann sér öruggan sess á sviði leikritunar. Þeim sess hélt hann til dauðadags. Hann hélt áfram að semja leikrit allt fram í andlátið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.