Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 55
GEORGE BERNARD SHAW 45 augum hinnar brezku millistéttar að einskonar hirðfífli hennar og „brandarahöf- undi“, sem lét að vísu sérvitringshátt sinn dynja á henni og sagði henni óspart til syndanna, en óþarfi þótti að taka um of alvarlega. Og framkvæmd hugsjóna Shaws virtist enn eiga langt í land. Það var ekki fyrr en með rússnesku bylting- unni, að Shaw sá forboða hinna nýju breytinga sem verða áttu, en með hætti mjög frábrugðnum hinni hægfara umbótastefnu sinni. Fagnaði hann hinu nýja þjóð- félagi og batt við það vináttu og áhuga til dauðadags. Virðist svo sem Shaw hafi fyrir tilstilli heimsviðburða síðustu ára snúizt til róttækari skoðana á þjóðfélags- málum, einkum hin síðustu ár sín. Þreyttist hann aldrei á að lýsa sig bvltingar- mann og kommúnista. Þrátt fyrir það að Shaw helgaði líf sitt og starf hugsjónum sósíalismans, mun þó nafn lians bera miklu hærra í sögunni sem listamanns og ritsnillings en sem stjórnmálaspekings. Slíku valdi náði hann á samtalsformi leiksins og ensku máli, að hann ber höfuð og herðar yfir leikritahöfunda þessarar aldar, og það mun eng- in ofdirfska að kalla hann mestan á sviði enskrar leiklistar, síðan Shakespeare leið. Shaw tókst með fádæma kímni sinni, hnyttni og orðheppni, samfara óþrjót- andi lífskrafti, að blása lífsanda í hið platónska' rökræðuform. Leikrit hans skortir oft ýmsa kosti varðandi mótun og skapshöfn söguhetjanna, er gætt gæti þær eigin- leikum raunverulegra manna og kvenna, svo að manni virðist oft sem það séu eigi mennskir menn, heldur hugmyndir, sem þar eigist við. En Shaw tekst að gera þær andans viðureignir slíkar, að þær verða aldrei leiðinlegar og við hljótum að fylgj- ast með. Athugulum lesanda sést vart yfir alvöru hans og áhuga um að bæta hag mannkynsins, þrátt fyrir hulu leikaraskapar. Hér er eigi rúm til að gera einstökum leikritum Shaws nein skil, til þess þyrfti langt mál. Verður því aðeins minnzt hér á nokkur frægustu og mikilvægustu leik- ritin. Má þar nefna Plays Pleasant and Unpleasant, Three Plays jor Purítans, Man and Superman, Major Barbara, The Doctor’s Dilemma, Pygmalion, Heartbreak House, Back to Methuselah, St. Joan, The Apple Cart, Geneva. Verk Shaws í heild eru gefin út af Constable and Company, Ltd, London, undir nafninu The Standard Edition of the Works of Bernard Shaw. Auk þess hafa mörg þeirra birzt í hinni ódýru Penguin útgáfu. Þeim íslenzku lesendum Shaws, sem áhuga hafa á manninum sjálfum, má benda á endurminningar hans, Sixteen Self Sketches (Constable, London 1949), og þeir sem kynnast vildu áhrifum stjómmálahug- mynda Shaws á list hans vil ég benda á nýútkomna bók eftir Alick West, A Good Man Fallen Among Fabians, A Study of Bemard Shaw (Um G. B. S. og tímabil það þegar hann kom fram, sjá og Holbrook Jackson, The Eighteen Nineties). Hér verður staðar numið. Shaw var ekki aðeins stórmerkilegur hugsuður og ritsnillingur, heldur og ein eftirtektarverðasta persóna sinnar tíðar. Einkenni hans var óþrotleg forvitni og áhugi fyrir öllu mannlegu og næm réttlætiskennd og samúð með hinum undirokuðu í þjóðfélaginu, samfara framúrskarandi getu til að sjá samfélagsveilumar og draga ástæðuna fram í dagsljósið. Um leiðir hans til að koma umbótum þeim á, sem hann barðist fyrir, má deila. Sjálfur hefur hann reist sér veglegasta bautasteininn: leikrit sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.