Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 72
62 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — og okkur hryllti við því — hönd satans? Við héldum inn í húsið; þrumuský kirkjunnar vofði yfir okkur. Seinna um daginn þegar foreldrar okkar og þj ónustufólkið voru komin heim óð hatursfull sendinefnd frá Mórberjagötu inn yfir landa- mæri trúboðasetursins og var henni veitt viðeigandi móttaka bakdyra- megin. Bófadrottningin var í hópnum. Foreldrar hennar fóru fram á skaðabætur við föður minn vegna þess að hjúskaparkostir dóttur þeirra hefðu rýrnað við áverkann. Faðir okkar sendi eftir meðölum og umbúðum og fór sjálfur að hreinsa sárið. Hann benti á það hæversk- lega að hin prúða dóttir þeirra hefði ekki haft neinn rétt til að vera í garðinum okkar. Foreldrar bófadrottningarinnar létust ekki heyra það en heimtuðu peninga. Faðir okkar kváðst ekkert ætla að taka fyrir um- búðir og meðöl senr liann notaði handa dóttur þeirra. Hann viður- kenndi að sonur hans, sem væri miklu minni en dóttir þeirra, hefði farið illa að ráði sínu í bræði og fljótræði, en hann endurtók að dóttir þeirra hefði ekki haft rétt til að vera í garðinum. Meðöl og umbúðir voru enn ókeypis. Foreldrar bófadrottningarinnar voru hikandi. Ég lá í eldhúsgluggan- um og reyndi að hafa stjórn á tilfinningum mínum. Ég velti því fyrir mér hvers konar hjúskaparkosti bófadrottningin hefði getað haft. Ég get bætt því við að hún var síðar heitin væskillegum iðnaðarmanni og átti að dveljast árlangt hjá fjölskyldu hans fyrir giftinguna. Hún strauk þaðan nærri mánaðarlega heim í Mórberjagötu og gerði loftið þar blá- leiftrandi af lýsingum á tilvonandi tengdamóður sinni. Sú sæmdar- kvinna beið nokkra daga, sennilega alls hugar fegin, áður en hún fór að leita að stúlkunni með fegurðarmerkið á enninu, en aldrei datt henni í hug að spyrja mig ráða hvaða tökum ætti að taka tilvonandi tengdadóttur hennar. En við bófadrottningin vorum um þetta leyti beztu vinir. Fjölskyldu okkar var boðið í brullaupið og fyrir nokkrum árum leit ég með velþóknun lítinn son hennar. En allt þetta gerðist löngu seinna. Meðan faðir minn reyndi með þolinmæði að halda velli króuðu full- tingismenn bófadrottningarinnar matsveininn og fóstru okkar, konu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.