Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 72
62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— og okkur hryllti við því — hönd satans? Við héldum inn í húsið;
þrumuský kirkjunnar vofði yfir okkur.
Seinna um daginn þegar foreldrar okkar og þj ónustufólkið voru
komin heim óð hatursfull sendinefnd frá Mórberjagötu inn yfir landa-
mæri trúboðasetursins og var henni veitt viðeigandi móttaka bakdyra-
megin. Bófadrottningin var í hópnum. Foreldrar hennar fóru fram á
skaðabætur við föður minn vegna þess að hjúskaparkostir dóttur
þeirra hefðu rýrnað við áverkann. Faðir okkar sendi eftir meðölum og
umbúðum og fór sjálfur að hreinsa sárið. Hann benti á það hæversk-
lega að hin prúða dóttir þeirra hefði ekki haft neinn rétt til að vera í
garðinum okkar. Foreldrar bófadrottningarinnar létust ekki heyra það
en heimtuðu peninga. Faðir okkar kváðst ekkert ætla að taka fyrir um-
búðir og meðöl senr liann notaði handa dóttur þeirra. Hann viður-
kenndi að sonur hans, sem væri miklu minni en dóttir þeirra, hefði
farið illa að ráði sínu í bræði og fljótræði, en hann endurtók að dóttir
þeirra hefði ekki haft rétt til að vera í garðinum. Meðöl og umbúðir
voru enn ókeypis.
Foreldrar bófadrottningarinnar voru hikandi. Ég lá í eldhúsgluggan-
um og reyndi að hafa stjórn á tilfinningum mínum. Ég velti því fyrir
mér hvers konar hjúskaparkosti bófadrottningin hefði getað haft. Ég
get bætt því við að hún var síðar heitin væskillegum iðnaðarmanni og
átti að dveljast árlangt hjá fjölskyldu hans fyrir giftinguna. Hún strauk
þaðan nærri mánaðarlega heim í Mórberjagötu og gerði loftið þar blá-
leiftrandi af lýsingum á tilvonandi tengdamóður sinni. Sú sæmdar-
kvinna beið nokkra daga, sennilega alls hugar fegin, áður en hún fór
að leita að stúlkunni með fegurðarmerkið á enninu, en aldrei datt
henni í hug að spyrja mig ráða hvaða tökum ætti að taka tilvonandi
tengdadóttur hennar. En við bófadrottningin vorum um þetta leyti
beztu vinir. Fjölskyldu okkar var boðið í brullaupið og fyrir nokkrum
árum leit ég með velþóknun lítinn son hennar. En allt þetta gerðist
löngu seinna.
Meðan faðir minn reyndi með þolinmæði að halda velli króuðu full-
tingismenn bófadrottningarinnar matsveininn og fóstru okkar, konu