Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 84
74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ágætum, og leikstjóri þess Gunnar Han-
sen er reyndur, smekkvís og hugkvæmur
leikhúsmaður; og enn verður að geta
Magnúsar Pálssonar, hins unga og efni-
lega leiktjaldamálara er numið hefur
list sfna í Englandi. Tvö leikrit hefur
félagið sýnt enn sem komið er, og bæði
hlotið ágæta aðsókn og miklar vinsæld-
ir. Hið fyrra er „Elsku Rut“, amerísk-
ur grínleikur, hlægilegur og fyndinn;
þar fer saman örugg leikstjórn, falleg
tjöld og góður leikur, og kveður mest að
Þorsteini 0. Stephensen, Gunnari Eyj-
ólfssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur, og
mætti þó fleiri telja.
En það var ekki ætlan Leikfélagsins
að flytja tómt léttmeti eða vinna auð-
keypta sigra. Á jólum var „Marmari“-
Guðmundar Kambans frumsýndur við
ákafan fögnuð leikhúsgesta, enda var
sýningin afrek sem lengi mun geymt í
minni. „Marmari" er eitt af elztu verk-
um Kambans, snjallt og stórbrotið, en
alls ekki gallalaust, of langt og víða
nokkuð þungt í vöfum, þar er of mikið
af ræðuhöldum og langdregnum tilsvör-
um. Felldur var niður fjórði þáttur, sá
er greinir frá ævilokum sjálfrar sögu-
hetjunnar, en þótt undarlegt megi kalla
spillti það í engu byggingu leiksins og
áhrifum, enda rís hann í mesta hæð í
öðrum þætti, þar eru átökin sterkust.
Leikritið gerist í New York og greinir
frá þrotlausri baráttu mannvinarins og
afburðamannsins Roberts Belfords gegn
refsilöggjöf og fangelsum Bandaríkj-
anna, þrælahaldi og hræsni auðvaldsins
og botnlausri spillingu hins ameríska
þjóðfélags; öll er ádeila skáldsins fersk
og máttug enn í dag. Leikurinn reyndist
glæsilegri og áhrifameiri en menn höfðu
látið sér til hugar koma, og má furðu-
legt heita hversu vel Gunnari Hansen
Marmaiu. — Þorsteinn Ö. Stephensen
sem Róbert Belford.
tekst að koma þessum mannmarga og
kröfuharða leik fyrir á hinu þrönga
sviði; hann nýtur sem fyrr ágætrar að-
stoðar Magnúsar Pálssonar. Leiksigur
félagsins er þó öllum framar Þorsteini
0. Stephensen að þakka, en hann leiðir
fram allt það bezta sem í aðalhlutverk-
inu býr, mikilmennsku Roberts Bel-
fords, málsnilld hans og gáfur, göfug-
lyndi og mildi; heilsteyptur, máttugur
og sannur er leikur hans, og þó fullkom-
lega látlaus sem Þorsteini er lagið, og.
má hiklaust telja mesta leikafrek á’
þessu misseri. Onnur hlutverk skipta
tugum: Brynjólfur Jóhannesson leikur
dómarann forkunnar vel, Steindór Hjör-
leifsson túlkar látlaust og innilega til-
finningar sakamannsins unga, og Einar
Pálsson er röskur og hressilegur ákær-
andi. Ilitt er vart í frásögur færandi að
ekki hefur tekizt að skipa í öll rúmira
Janúar 1951.sem helzt mætti kjósa.