Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 86
76 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ræða Herberts Hoovers „I þessum heimi óstöðugleikans er ekki hægt að leggja neinn fullnaðarúrskurð á hið alþjóðlega ástand. En til þess að finna þjóðbraut vora verðum vér jafnan að gera oss grein fyrir, hverju vér höfum fengið áorkað og velta fyrir okkur hversu miðar. Ég legg ekki til, að vér göngum á enda þá glötunarbraut, sem leitt hefur okkur þangað, sem vér nú stöndum. Þessa stundina er aðeins ein árásarmiðstöð í heiminum. Það er meginlands- flæmi Asíu og Evrópu, sem byggt er 800 milljónum manna, er búa við stjórn kommúnista. Þeir hafa sennilega meira en 300 herfylki, vopnuð og æfð, meira en 30.000 skriðdreka, 10.000 flugvélar, tilbúnar til hernaðar, og mikið varalið, sem þeir geta beitt innan 90 daga. Andspænis þessari ógnun á vígstöðvum Evrópu standa um 160 milljónir manna, sem ekki lúta stjórn kommúnista, og án Spánar hafa þeir minna en 20 herfylki, mjög fá skriðdrekaherfylki og lítilfjörlegar hersveitir á sjó og í lofti. Þó eru þess- ar þjóðir lítt búnar til að verja sig og skoðanamunur mikill með þeim. Frá hernaðarlegu sjónarmiði er Brezka heimsveldið sérstaklega mikilvægt. Það telur 150 milljónir manna, sennilega 30 vígbúin herfylki, ágætan flota, en ekki sérlega marga skriðdreka. I Bandaríkjunum eru 150 milljónir manna, sem geta skipað fram 3,5 milljónum manna í tröllaukinn flugher og sjóher og um það bil 30 vígbúin herfylki. Þegar vér metum þennan herafla í því ástandi, sem hann nú er í, hljótum vér að komast að eftirfarandi niðurstöðum: a) Vér verðum að gera ráð fyrir, að yrði þessum tvístruðu hereiningum hinna ókommúnisku landa beitt í landhernaði gegn hinu kommúníska meginlandsflæmi, þá mundi það þýða stríð án sigurs, stríð án pólitísks árangurs. Allar tilraunir til að heyja innrásarstríð um hina ótryggu grund Kína, Indlands eða Vestur-Evrópu eru auðsæ fásinna. Milljónum ungra Ameríkana yrði þar búinn kirkjugarður og afleiðingin yrði sú, að þetta Gíbraltar vestrænnar menningar mundi hrynja til grunna. Jafnvel þótt herbúnaður Vestur-Evrópu færi langt fram úr því, sem ætlazt er til í hvaða heráætlun sem væri, gætum vér aldrei komizt til Moskvu. Þjóðverjum mis- tókst þetta þótt þeir ættu á að skipa ágætum her, sem taldi 240 orustuherfylki, geysilegum flugher og skriðdrekasveitum. b) Sömuleiðis getum vér Ameríkumenn, ef vér eigum aðeins sjó- og flugflota, haft slíkt eftirlit með Atlanzhafi og Kyrrahafi, að herir kommúnista gætu ekki gert neina innrás á vesturhelming jarðarinnar. c) Frá þessu hernaðarsjónarmiði verðum vér að skilja, að kjarnorkusprengjan er alls ekki það úrslitavopn, sem einu sinni var talið. d) Það er ljóst, að Bandaríkin hlutu að biða ósigur í Kóreu vegna árásar hins kommúníska Kínaveldis. Það er ekki til sá her í öllum heimi, er gæti boðið Kín- verjum birginn. Vér getum rannsakað hag Bandaríkjanna nánar. Vegna útgjalda stjórnarinnar eru hinar 150 milljónir Ameríkumanna þegar orðnir aðþrengdir fjárhagslega. Vér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.