Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 90
80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Tyrkland: Veitt og viðtekin hjálp: 35 milljónir dollara í styrjöldinni og 259
milljónir dollara eftir stríðið.
Hjálp Tyrklands í Kóreu: 1 fótgönguliðasveit, 5000 manns, og bóluefni.
Grikkland: Veitt og viðtekin hjálp: 79 milljónir dollara í stríðinu, 1138 millj-
ónir dollara eftir stríðið.
Iljálp Grikklands í Kóreu: 800 manns og 6 flugvélar.
SvíþjóS: Veitt og viðtekin hjálp: 5 milljónir dollara í stríðinu, og 57 milljónir
dollara eftir stríðið, þar með talinn 40 milljóna dollara styrkur.
Hjálp Svíþjóðar í Kóreu: 1 vígvallarsjúkrahús.
Noregur: Veitt og viðtekin hjálp: 31 milljón dollara í stríðinu og 193 milljónir
dollara eftir stríðið.
Iljálp Noregs í Kóreu: Ekki einn einasti hermaður, örfá verzlunarskip.
Danmörk: Veitt og viðtekin hjálp: 176 milljónir dollara eftir stríðið.
Iljálp Danmerkur í Kóreu: 1 spítalaskip, læknislyf og hjúkrunargögn, 500 tonn af
sykri.
Nýjasjáland: Veitt og viðtekin hjálp: Engin skráð lán.
Hjálp Nýjasjálands í Kóreu: 1 herdeild, 2 freigátur, 200—300 tonn af þurrkuð-
um baunum.
lsland: Veitt og viðtekin hjálp: 1 milljón dollara í stríðinu, 9 milljónir dollara
eftir stríðið.
Hjálp Islands í Kóreu: 125 tonn af þorskalýsi.
Indland: Veitt og viðtekin hjálp: 163 milljónir dollara í stríðinu og 45 milljónir
dollara eftir stríðslokin.
Hjálp Indlands í Kóreu: engir hermenn, 1 vígvallarspítali og 400.000 striga-
pokar, og fara samningar enn fram um afhendingu þeirra.
Á þessa lund er hin dýra og hneykslanlega sóun efnalegra verðmæta, sem vér
höfum misst án nokkurs árangurs í aðra hönd.
Stefna Bandaríkjanna hefur ekki aflað þeim neinna vina, er muni hjálpa
Bandaríkjunum í þeirra vandræðum. Vegna þessarar stefnu hefur vopnum Banda-
ríkjanna verið dreift út um allan hnöttinn. Bandaríkin hafa valið sér vígvöll og
hóta að velja sér aðra fleiri, sem eru fjarri birgðastöðvum þeirra. Ekki hefur
stefna Bandaríkjanna megnað að halda kommúnismanum í skefjum. Núverandi
utanríkisstefna vor hefur orðið gjaldþrota í pólitískum og siðferðilegum efnum.
I hinum nálægari Austurlöndum eiga Bandaríkin olíulindir, en enga vini.
Indíalönd, Malaja og Indó-Kína eru í uppreisn eða eru að minnsta kosti mjög
afundin gagnvart þeim áhrifum, er vér erum fulltrúar fyrir.“
í lok ræðu sinnar staðhæfði Kennedy, að andspænis Bandaríkjunum væru 200
herfylki Ráðstjórnarríkjanna, þúsundir flugvéla og skriðdreka og hinn „ógurlegi
kínverski her“. „Það er óhyggilegt að hætta sér út í baráttu við þessa tröllauknu
heri í Evrópu eða á meginlandi Asíu, en stefna vor virðist einmitt fara í þá átt.
Þessi stefna er sjálfsmorðsstefna."