Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 91
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951 81 Viðskiptajölnuður bandarískrar utanríkissteínu Ræður þessara tveggja bandarísku stjómmálamanna sýna ljóslega, að hinn pólitíski einstefnuakstur núverandi Bandaríkjastjórnar á ekki lengur þeim vin- sældum að fagna í Bandaríkjunum sem þeir menn skyldu ætla, er blindaðir hafa verið af hinum dæmalausa bandaríska stjórnaráróðri, sem rekinn er um allan hnöttinn. Fullyrt er, að % hlutar bandarísku þjóðarinnar séu fylgjandi þeim sjónarmiðum, er Herbert Iloover túlkaði í ræðu sinni. Frá fornu fari hefur repú- blíkanaflokkurinn verið talinn flokkur hins bandaríska stórauðvalds. Þessi flokkur hefur jafnan verið hatrammasti andstæðingur „kommúnismans" og reiðubúinn til að ganga á milli bols og höfuðs á honum. En fulltrúar þessa flokks hafa þó ekki enn gleymt að lesa höfuðbækur sínar og bera saman tekjur og gjöld á reksturs- og efnahagsreikningi sínum. Síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Ameríka háð stríð sitt við kommúnismann. Samkvæmt tölum þeim, er Kennedy sendiherra getur um í skýrslu sinni hefur þessi herkostnaður við kommúnismann numið 18 milljörðum og 246 milljónum dollara, því svo sem kunnugt er telst Marshall- hjálpin til þessa illyrmislega stríðskostnaðar. 011 kurl koma þó ekki hér til graf- ar. Kennedy getur ekki þeirra 6 milljarða dollara, sem Bandaríkin jusu í Sjang Kaj-Sjek frá 1945—1948, né heldur þess, sem síðan hefur verið ausið í hann á Formósu. Kostnaður Kóreustyrjaldarinnar er einnig ótalinn. Það er því engin: furða þótt reikningsglöggum kaupsýslumönnum vaxi í augum fjárupphæðirnar,. einkum þegar þess er gætt, hve heildarárangurinn er lítill. Baráttan gegn „komm- únismanum" og frelsun siðmenningarinnar er sýnilega fyrirtæki, sem á máli bandarískra kaupsýslumanna kallast bai business. Og þegar maður veltir fyrir sér tölum Kennedys, þá veit maður ekki hvort maður á heldur að hlæja eða gráta. Þorskalýsi og þurrkaðar baunir — það er eftirtekjan af þessu dýra og glæsilega fyrirtæki Bandaríkjanna! Kínaveldi bannfært Það mun ekki leika á tveim tungum, að afskipti Kínverja af Kóreustyrjöldinni hafi blátt áfram valdið aldahvörfum í sögu Asíu. Loksins eftir langan svefn hafði Asíuþjóð risið upp og talað því máli, sem stórveldi nútímans skilja: múli valds- ins. En svo brá við, að ]>að var sem Asía öll hefði fengið aðra reisn eftir að kín- versku sjálfboðaliðarnir stöðvuðu sókn MacArthurs og ráku heri hans suður Kóreuskaga. Indland, annað fjölmennasta ríki Asíu, virtist nú í fyrsta skipti geta talað við Bretland og samveldislöndin eins og sá, sem valdið hefur. Langsofið þjóðastolt Asíu vaknaði til vitundar um þann mátt, sem fólginn er í höfðatöl- unni, í hinum mikla austræna múg. En áhrifanna gætti ekki aðeins í Asíu. Þau læstu sig um öll þau ríki, er Ameríka hafði fylkt undir merki sín innan félags- skapar Sameinuðu þjóðanna. Sú samfylking tók að riðlast, svo að við sjálft lá, að yrði af full upplausn. Saga janúarmánaðar ársins 1951 mun síðarmeir verða talin merkileg, þegar öll kurl koma til grafar og allar heimildir eru birtar. Á þeim mánuði beittu Banda- Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.